Árbær: Spilavinir bjóða þér að spila

Það er algjört himnaríki fyrir þá sem finnst gaman að leika í borðspilum að heimsækja Spilavini. MYND / Spilavinir

Það er algjört himnaríki fyrir þá sem finnst gaman að leika í borðspilum að heimsækja Spilavini. MYND / Spilavinir

Munið þið ekki eftir öllum skemmtilegu spilunum síðan í æsku? Við erum auðvitað að tala um Olsen Olsen, veiðimann, Sjávarútvegsspilið gamla, Pictionary og auðvitað Monopoly sem fyrir 30 árum hét reyndar Matador.

Það er gaman að spila.

Spilavinir heimsækja bókasafnið í Árbæ í dag klukkan 14 og ætla að spila til klukkan 16. Það er ókeypis að spila á bókasafninu og örugglega rosalega gaman. Árbær er málið.

Skellið ykkur á bókasafni í Árbænum og takið í spil.

Fylgstu með viðburðadagatalinu

Ef veðrið er leiðinlegt er líka fín hugmynd að kíkja inn í skáp og skoða hvaða spil þið eigið. Það er aldrei að vita nema þið komið ykkur sjálfum á óvart.

Fjallað er um spilaskemmtunina í viðburðadagatali Úllendúllen. Þú finnur alltaf eitthvað skemmtilegt að gera á viðburðadagatali Úllendúllen.

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd