Nú er farið að síga á seinnihluta sumars, farið að dimma seint á kvöldin og styttist í það að börn og unglingar leggi aftur leið sína í skólann. Sumarið er þó hvergi nærri búið. Eitt af því sem fjölskyldur á Höfuðborgarsvæðinu og gestir þeirra gera gjarnan á sumrin er að leggja leið sína á Árbæjarsafn. Nú um helgina er mikið um að vera þar og um að gera að kíkja þar við. Á laugardaginn verður tóvinna til sýnis – sjá nánar hérna – og sunnudaginn verður margt um að vera – smelltu hér til að kynna þér það nánar.
En fyrir utan skipulagða dagskrá er að sjálfsögðu líka hægt að reika um safnið og skoða gömul hús og muni og reyna setja sig í spor formæðra okkar og -feðra. Afar og ömmur geta haft gaman að því að sýna afkomendunum gamla muni og segja þeim frá æskiminningum sínum og gamalli tíð. Og ef veðrið er ekki sem best er líka tilvalið og notalegt að setjast inn í Dillonshúsi yfir heitu kaffi eða kakóbolla og bakkelsi að gömlum íslenskum hætti.
Því ekki að taka krakkana með Árbæjarsafn um helgina og kannski taka pabba og mömmu eða gamlan frænda eða frænku með líka. Muna bara að klæða sig eftir veðri og kannski taka regnhlífina með.
[ad name=“POSTS“]