Árbæjarlaug: Gaman í sundi

Árbæjarlaug er skemmtilegur staður. MYND / EINAR ÖRN JÓNSSON

Árbæjarlaug er skemmtilegur staður. MYND / EINAR ÖRN JÓNSSON

Það er alltaf gaman að fara í sund. Það skiptir eiginlega engu máli hvort það er að sumri, á haustin eða þegar allt er á kafi í snjó. Reyndar er það svolítið ævintýralegt þegar snjór liggur yfir öllu því þá er gufan úr heitu pottunum svo skemmtileg.

Foss og heitir pottar

Árbæjarlaug er skemmtilegur staður. Þar er svolítið dularfull en áhugaverð innisundlaug með svolítið leynilegri leið í útilaugina. Úti er stór rennibraut og fjöldi misheitra potta. Þar er líka stór sundlaug og foss sem gaman er að leika sér í.

Innilaugin er lokuð á skólatíma og alla jafna til klukkan 17:50 eða 18:40 vegna skóla- og æfingasunds. Fimmtudagar eru undantekning því þá losnar innilaugin klukkan 14:30.

Lesið ítarlegar upplýsingar um Árbæjarlaug.

Farið með strætó í sund

Þeir sem vilja fara í svolitla ævintýraferð í sund geta tekið strætó þangað. Hjá Árbæjarlaug stoppa strætisvagnarnir Leið nr. 5, 16 og 26.

Börn 6 ára og yngri greiða ekkert í sund en eldri krakkar 140 krónur. Nýverið var samþykkt í borgarráði að hækka gjald fyrir fullorðna í sund úr 650 krónum í 900 krónur.

Drífið ykkur í sund. Það er gaman!

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd