Andri í Gerðubergi: Tæknifiktari sem stýrir tilraunaverkstæði í vetur

Andri M. Kristjánsson í Gerðubergi.

Haustdagskráin er að byrja á nýjan leik í bókasöfnum borgarinnar. Í vor sló tilraunaverkstæði fyrir gesti og gangandi í gegn í Borgarbókasafni. Haldið verður áfram með tilraunaverkstæðið á safninu. Gerðuberg opnaði á ný í maí eftir breytingar og er fasta dagskráin nú að hefjast. Þar er nú komin flott aðstaða fyrir tölvu- og tæknifiktara í nýju tilraunaverkstæði sem þar hefur verið sett upp.

Í haust verður tækniklúbbur fyrir 9-13 ára alla þriðjudaga í Gerðubergi og fjölskyldusmiðjur um helgar, auk þess sem kennurum er boðið að bóka heimsóknir með bekkina sína í tilraunaverkstæðið á skólatíma.

 

Fólk á öllum aldri fiktar í tölvum

Andri Kristjánsson hefur verið ráðinn til að sjá um tilraunaverkstæðið í borgarbókasafni í Gerðubergi í vetur.

Andri segir viðtökur gesta með tilraunaverkstæðið hafa verið afar góðar. Bæði séu börn og fullorðnir kátir með það. „Fólk á öllum aldri hefur nýtt sér tilraunaverkstæðið. Fólk virðist ánægt að sjá að Borgarbókasafnið er framsækið að bjóða upp á þessu frábæru þjónustu,“ segir hann.

Hér má sjá Rasperry-Pi tölvurnar í Gerðubergi, Little Bits, Makey Makey, 3d prentara og vinylskera.

Spurður að því hvað safnagestum finnist mest spennandi að prófa segir hann það vera Rasberry-Pi tölvurnar.

„Þær eru mjög vinsælar hjá krökkunum en líka 3D prentarinn. Öllum finnst nefnilega gaman að hanna sinn eigin hlut og sjá hann svo raungerast smátt og smátt í prentaranum,“ segir Andri og viðurkennir að hann sé fiktari sem hafi áhuga á að læra nýja og spennandi hluti. „Mér finnst gaman að kynna mér ný forrit og læra á þau.“

 

Fyrsta smiðjan í tæknifikti var þriðjudaginn 26. september þar sem leiðbeinendur frá samtökunum Kóder kenndu tónlistarforritun í Sonic Pi.

Næsta fjölskyldusmiðja er 30. september og svo eru fleiri frábærar í október.

Fylgist með viðburðadagatali Borgarbókasafns. Við munum að sjálfsögðu minna reglulega á tæknismiðjurnar í viðburðadagatali Úllendúllen.

 

Save

Save

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd