Viljið þið perla fallega mynd?

2015-10-20 08.17.02

Vetrarfrí er í skólum um næstu helgi. Sumar fjölskyldur fara í ferðalag en aðrar dunda sér heima við eitt og annað.

Í Morgunblaðinu er skemmtileg tillaga um föndur fyrir alla fjölskylduna hvort heldur er í vetrarfríinu eða aðra daga ársins. Í blaðinu segir að gaman er að taka hluta úr degi í að gera eitthvað skapandi og skemmtilegt saman.

Perlum eftir myndum

Ef þið hafið enga mynd eða forskrift að því hvað hægt er að perla þá er tilvalið að leita að því á Google. Í Morgunblaðinu er bent á að mörg ókeypis skapalón séu til og hægt að perla ýmsar teiknimyndafígúrur.
Ef þið viljið finna skapalón með Google leitarvélinni þarf að skrifa hama template.
Það má líka finna flottar perlumyndir á Pinterest. Það gerið þið með því að fara á www.pinterest og skrifa hama cartoon í leitarglugganum. Ef þið hafið áhuga á ofurhetjum skrifið þið hama superhero í leitargluggann.

 

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd