Vetrarfrí er í skólum um næstu helgi. Sumar fjölskyldur fara í ferðalag en aðrar dunda sér heima við eitt og annað.
Perlum eftir myndum
Ef þið hafið enga mynd eða forskrift að því hvað hægt er að perla þá er tilvalið að leita að því á Google. Í Morgunblaðinu er bent á að mörg ókeypis skapalón séu til og hægt að perla ýmsar teiknimyndafígúrur.
Ef þið viljið finna skapalón með Google leitarvélinni þarf að skrifa hama template.
Það má líka finna flottar perlumyndir á Pinterest. Það gerið þið með því að fara á www.pinterest og skrifa hama cartoon í leitarglugganum. Ef þið hafið áhuga á ofurhetjum skrifið þið hama superhero í leitargluggann.