Allir út að plokka!

Stóri plokkadagurinn verður á degi Umhverfisins laugardaginn 25. apríl. Þetta er fyrirtaksdagur til að fara út og tína rusla af götum um allt land og koma því til endurvinnslu.

Sveitarfélög um allt land hvetja plokkara til að fara út og taka þátt og sameinast með plokkstangir sínar á Stóra plokkdeginum.

Þetta er þriðja árið í röð sem Stóri plokkdagurinn er haldinn.

Plokkarar beina sjónum sínum á deginum að heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum, heilsugæslustöðvum og dvalar- og hjúkrunarheimilum.

Skipuleggjendur Stóra plokkdagsins segja í tilkynningu vonast til að sem flestir í flestum sveitarfélögum taka þátt í deginum. Plokkið sé tækifæri til að sameina útiveru og hreyfingu og sýna umhverfinu og samfélaginu kærleik í verki. Þetta sé upplagt í samkomubanni þar sem auðvelt sé að virða tveggja metra fjarlægðarregluna.

Veðurstofan spáir ágætu veðri til plokksins, 5-11 gráðu hita og sól á Suðurlandi, SV-landi, Vesturlandi, Vestfjörðum og norðurlandi vestra. Skýjað verður austanlands.

Á vef Húnahorns er að finna flottar pælingar sem gott er að hafa í huga á Stóra plokkdeginum.

PLOKKTRIXIN Í BÓKINNI

1. Finna sér svæði til að plokka á og hvetja fjölskylduna til að taka þátt.
2. Stofna viðburð eða tengja sig inn á stofnaðan viðburð.
3. Útvega sér ruslapoka, hanska og plokktöng.
4. Klæða sig eftir aðstæðum.
5. Virða samkomubannið og gæta að tveggja metra reglunni.
6. Koma afrakstrinum á viðeigandi stofnun.
7. Hringja eða senda tölvupóst á sveitarfélagið sitt og láta sækja ef magnið er mikið.
8. Gæta fyllstu varúðar og brýna fyrir börnum að láta nálar og aðra hættulega hluti vera, en tilkynna til foreldra eða umsjónarmanna svo mögulegt sé að fjarlægja þá.

Hægt er að nálgast allar upplýsingar um stóra plokkdaginn á Facebook-hópnum Plokk á Íslandi.

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd