Langisandur er skemmtileg strönd sem liggur frá Sementsverksmiðjunni meðfram íþróttavellinum á Akranesi. Þetta er vinsælt útivistarsvæði íbúa Akraness og vinsælt að fara þangað í gönguferðir.
Á sólríkum dögum er fyrirtak að gera sér ferð vestur á Akranes og leika sér á ströndinni. Það er meira að segja hægt að vaða í sjónum og varnargarðinum við Langasand.
Þið getið lesið meira um Langasand á vefnum Akranes í dag.
Akranes – hvenær komstu síðast á Skagann?
Akranes, eða Skaginn eins og bærinn er oft kallaður, er fornfrægur bær á vesturlandi. Á Akranesi er mikil knattspyrnuhefð og hefur íþróttafélag Skagamanna, ÍA, löngum verið eitt besta knattspyrnufélag landsins. Fyrir opnun Hvalfjarðaganganna sumarið 1998 gekk ferjan Akraborgin milli Reykjavíkur og Akraness.
Margir Reykvíkingar og aðrir sem áttu erindi til höfuðborgarinnar nýttu sér ferðir ferjunnar til að stytta sér bíltúrinn fyrir Hvalfjörðinn og áttu því oftar en nú leið um Akranes.
Skagamenn barma sér þó ekki því að Hvalafjarðagögnin hafa einnig fært þeim tækifæri og betri samgöngur auk þess sem þeir njóta nálægðarinnar við álverið í Hvalfirðinum.
[ad name=“POSTS“]