Ágústa Kristín Andersen og fjölskylda:
„Við fórum til Hveragerðis í gær. Laugaskarð og göngutúr í Hveragerði í logni og sól er dásemd. Við ætlum svo að veiða í Steinsmýrarvötnum í dag og sunnudag… ef veður leyfir!“
Veiði fram að áramótum
Steinsmýrarvötn eru tvö vötn ásamt lækjum sem renna úr vötnunum í Meðallandi við Kirkjubæjarklaustur. Vötnin hafa notið talsverðra vinsælda síðustu ár enda algengt að sjóbirtingur bíti þar á en hann gengur í vatnið frá í ágúst og fram að áramótum. Auk þess veiðist staðbundin bleikja og urriði í Steinsmýrarvötnunum.
Rignin á Austurlandi og skýjað
Soldill prakkaraskapur er í veðurguðunum um helgina. Veðurstofan spáir úrhelli á Austurlandi í dag en sól í öðrum landshlutum og almennt skaplegasta veðri. Ekki er útlit fyrir að vel viðri til stangveiði austanlands um helgina og ekki útilokað að Ágústa og fjölskylda þurfi að hafa pollagalla með í för. Víðast hvar annars staðar ætti fólk að geta sett upp sólgleraugun og komið trampólínunum aftur í lag eftir óveðrið í vikunni. Á morgun er svo gert ráð fyrir að verði skýjað að mestu og því getið þið sett trampólínin aftur inn í skúr.