Ævintýrin gerast í fjöruferð

20150913_164457

Fjaran við Stokkseyri er ævintýrastaður með fjörugu og fjölbreyttu dýralífi.

Það er gaman að fara niður í fjöru. Það skiptir næstum því engu máli hvernig veðrið er svo lengi sem hvorki snjóar né vindar blása eins og enginn verði morgundagurinn. Veðurstofa Íslands spáir víða þokkalegu veðri á morgun og geta því margir farið fjöruferð, farið í hlutverkaleiki, klukk eða kíkt eftir einhverju forvitnilegu undir steinum.

Dagný Ósk Jónsdóttir sem stýrir Náttúrubarnaskólanum á Ströndum fann ýmislegt skemmtilegt í fjörunni í æsku. Hún fann þar oft skemmtilegt dót.

Munið eftir fötu

Ekki þarf að taka mikið af dóti með sér í fjöruferð á Íslandi, bara fötu til að safna steinum og fallegum skeljum í, kannski skóflu og lítinn háf.

Einfalt mál er fyrir höfuðborgarbúa að fara í stutta fjöruferð. Kíkja má í fjörur víða, hvort heldur er skroppið í bíltúr inn í Hvalfjörð, skoða fjörur á Suðurlandi eða farið með strætó út á Seltjarnarnes og leika sér í fjörunni við Gróttu.

Skoðið vitann úti í Gróttu

Grótta á Seltjarnarnesi er vinsæll staður. Þangað má fara með leið 11 og best að fara úr vagninum nyrst við Lindarbraut. Hægt er að komast fótgangandi í fjöru út í Gróttu og er gaman að skoða vitann sem þar er.

Upplýsingar um flóð og fjöru er að finna í flóðatöflu viðkomandi mánaðar. Einnig eru upplýsingar um flóð og fjöru á skilti við Gróttugranda.

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd