Nú getum við loksins æft íþróttir á ný!

Slakað var talsvert á heilmiklum sóttvarnaraðgerðum vegna COVID-19 og tóku breyttar reglur um það í gildi í dag. Nú getur íþróttastarf, bæði æfingar og keppni barna og fullorðinna hefjast, fólk staðið einum metra nær öðrum en áður og ýmislegt fleira.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, segir í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag, að með þeim hörðu takmörkunum sem hafa gilt síðastliðna þrjár vikur hafi tekist að koma í veg fyr­ir frek­ari út­breiðslu kórónuveirunn­ar. Það sé mat sótt­varna­lækn­is að nú sé tíma­bært að ráðast í var­færn­ar til­slak­an­ir.

„Eins og áður verðum við að gæta að okk­ar ein­stak­lings­bundnu sótt­vörn­um, þvo hend­ur vel, vernda okk­ar viðkvæm­asta fólk og virða ná­lægðarmörk. Þessi atriði skipta öllu máli þegar kem­ur að bar­áttu okk­ar við Covid-19,‟ skrifar Svandís.

Regl­urn­ar sem taka gildi í dag fela í sér að nú mega 20 koma sam­an og heim­ilt er að opna sundstaði og heilsu­rækt á ný með tak­mörk­un­um. Íþrótt­astarf og sviðslist­ir hefjast einnig á ný og skíðasvæðin geta opnað. Í skól­um breyt­ast ná­lægðarmörk á öll­um skóla­stig­um úr 2 metr­um í 1 og leik- og grunn­skóla­börn­um er nú heim­ilt að stunda skipu­lagt íþrótta-, æsku­lýðs- og tóm­stund­astarf.

Svandís bendir á að þann 9. apríl tók gildi ný reglu­gerð um aðgerðir á landa­mær­um. Sam­kvæmt henni séu skýr­ari kröf­ur gerðar um skil­yrði fyr­ir heima­sótt­kví varðandi hús­næði og um­gengn­is­regl­ur. Þeir sem ekki geti verið í heima­sótt­kví sem upp­fyll­i sett skil­yrði þurfi að fara í sótt­varna­hús. Ekkert gjald er tekið fyrir dvölina í sóttvarnarhúsi. Meg­in­mark­miðið með þess­um regl­um er að lág­marka eins og kost­ur er lík­ur á því að smit ber­ist inn í landið.

„Mik­il­vægt er að við virðum öll regl­ur um sótt­kví og sýna­tök­ur við komu til lands­ins svo við kom­um í veg fyr­ir að veir­an ber­ist hingað til lands að utan,‟ heldur Svandís áfram.

Höfum ekki enn náð toppnum

Hún segir mjög ánægju­legt að mark­mið um bólu­setn­ing­ar á fyrsta árs­fjórðungi náðust. Á fyrstu þremur mánuðum ársins 2021 hafi 49.300 ein­stak­ling­ar verið bólu­sett­ir með fyrri eða báðum skömmt­um bólu­efn­is. Fleiri hafi verið bólusettir síðustu daga, sem dæmi um 6.630 ein­stak­ling­ar bólu­sett­ir við Covid-19, þar af 2.330 með bólu­efni Pfizer/​Bi­oNTech og 4.301 með bólu­efni Oxford/​AstraZeneca.

Þetta jafngildir tæplega 2,4% þeirra 280 þúsund ein­stak­linga sem til stend­ur að bólu­setja við Covid-19.

Sam­tals höfðu tæp­lega 24% þeirra sem fyr­ir­hugað er að bólu­setja fengið fyrri eða báða skammta bólu­efn­is gegn Covid-19 í gær.

Markmiðið um að ljúka bólusetningum í lok júlí stendur enn og er ráðherra bjartsýn á að það náist.

Bar­átt­unni okk­ar við Covid-19 hef­ur oft verið líkt við fjall­göngu. Gang­an er held­ur löng og hún tek­ur á, og við höf­um ekki enn náð toppn­um. Við erum þó sann­ar­lega á réttri leið og ég er viss um að við náum á topp­inn sam­an áður en langt um líður. Við þurf­um þó áfram að sýna þol­in­mæði og sam­stöðu, treysta hvert öðru og ráðlegg­ing­um okk­ar bestu sér­fræðinga. Þannig náum við toppn­um að end­ingu.

Breytingarnar í hnotskurn

  • Almennar fjöldatakmarkanir verða 20 manns.
  • Sund- og baðstöðum og heilsu- og líkamsræktarstöðvum heimilt að opna fyrir 50% af leyfilegum hámarksfjölda gesta, auk annarra skilyrða.
  • Íþróttaæfingar og -keppnir barna og fullorðinna með og án snertinga í öllum íþróttum heimilar. Hámarksfjöldi fullorðinna verður 50 manns en fjöldi barna fer eftir sömu takmörkunum og í skólastarfi.
  • Allt að 100 áhorfendur eru leyfðir á íþróttakeppnum og – æfingum í skráðum sætum. 
  • Skíðasvæðum heimilt að taka á móti 50% af hámarksfjölda móttökugetu hvers svæðis.
  • Sviðlistir, þar með talið kórastarf, heimilar með allt að 50 manns á sviði og 100 sitjandi gestum í hverju hólfi, auk annarra skilyrða.
  • Hámarksfjöldi við athafnir trú- og lífsskoðunarfélaga áfram 30 manns en fjölgar í 100 manns við útfarir.
  • Öllum verslunum heimilt að taka á móti 5 viðskiptavinum á hverja 10 m², þó að hámarki 100 manns, auk 20 starfsmanna í sama rými og viðskiptavinir.
  • Skemmtistöðum, krám, spilasölum og spilakössum heimilt að hafa opið með sömu skilyrðum og veitingastöðum þar sem heimilaðar eru áfengisveitingar.
  • Verklegt ökunám og flugnám með kennara heimilt.  

Reglugerð um tilslakanirnar

Skólar: https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=c7998306-0518-4b94-aa53-679745d7e397

Samkomur: https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=71bd992a-6103-4e67-aaca-dd92422f0e5e

Minnisblað sóttvarnalæknis

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd