Pistill Sabínu: Farðu út og vertu fyrirmynd barnsins

Krakkarnir geta fundið ýmislegt skemmtilegt úti. Myndin er fengin af Facebook-síðu Náttúrubarnaskólans.

Besta veganestið út í lífið sem mömmur og pabba, afar og ömmur og allir aðrir forráðamenn barna geta gefið þeim ungu eru útivera og tækifæri til að leika sér í náttúrunni.

Reglulegar heimsóknir út í næsta nágrenni er ekki bara hvíld frá amstri hversdagsins eða tilbúnum leikföngum og skjátíma. Útivera og frjáls leikur í náttúrunni eru grafalvarlegt mál og líklega eitt mikilvægasta vítamínið sem völ er á.

Það skiptir máli hvernig forráðamenn barna mæta þessum gæðastundum. Við getum fyllt lungun af lofti, dæst duglega og sagt síðan hátt og snjallt um leið og við stígum út fyrir dyrnar á leið út í ófyrirséð ævintýri: „Vá hvað þetta er gott!‟

Það er upphafið að frábærri útiveru.

Það er áhrifaríkara en þig grunað þegar barnið þitt finnur hvað þér líður vel og þegar þú sýnir það í verki.

 

 

En útiveran hefur líka svo jákvæð áhrif. Hún hefur áhrif á grunnhreyfingar barna og um leið hreyfifærni þeirra. Útiveran hefur áhrif á skynþroska barna og upplifun þeirra af umhvefi sínu sérstaklega ef þú ert vakandi fyrir tækifærunum sem gefast við hvert fótmál til að örva skynfærin og leika ykkur saman. Útiveran hefur líka áhrif á hugmyndaflug barna. Hver trjágrein getur öðlast þar líf. Með ímyndunaraflið að vopni getið þið gert greinina að töfrasprota, penna, spjóti, göngustaf og mörgu, mörgu fleira.

Hvað dettur þér í hug?

 

Það er mikilvægt að kunna að slaka á í náttúrunni.

 

Útiveran hefur líka jákvæð áhrif á seiglu barna. Þar upplifir barnið veðrabreytingar í íslenskri náttúru og í fatnaði við hæfi aukast líkurnar á því að barnið læri að takast á við krefjandi aðstæður síðar á lífsleiðinni.

Útiveran bætir sömuleiðis svefn, ekki bara barnsins heldur líka þess sem er úti með barninu. Eftir að barnið – og þú – hafið losað um alla orkuna úti í náttúrunni og fyllt svo aftur á tankinn með fersku lofti þá eruð þið fljótari að sofna. Og þið munuð líka sofa svo miklu betur.

Útiveran kennir börnum svo margt fleira.

Síðan en ekki síst læra börnin með útiveru að umgangast náttúruna, læra að bera virðingu fyrir umhverfi sínu. Það er dýrmætur lærdómur í dag. Framtíðin er nefnilega í náttúrunni.

Ég skora á þig kæri foráðamaður að vera útivistarfyrirmynd – tala veður og náttúruna okkar upp og auka líkurnar á því að barnið þitt velji sama lífsstíl og þú til framtíðar.

Vertu fyrirmynd!

 

_______

Höfundur er Sabína Steinunn. Halldórsdóttir, M.ed í íþrótta- og heilsufræðum. Hún er höfundur bókanna Færni til framtíðar og Útivera ásamt Auði Ýr, sem bókaútgáfan Salka gaf út á síðasta ári. Bókin hefur að geyma hugmyndir að því hvernig örva megi hreyfifærni barna úti í nánasta umhverfi. Sabína heldur jafnframt fyrirlestra, námskeið og ráðgjöf varðandi útikennslu og hreyfifærni barna.

 

 

Sabína verður með fyrirlestur á Krílakósý Sambúðarinnar í Sundaborg 1 í Reykjavík mánudaginn 9. mars.

Sambúðin er samvinnuverslun fjögurra verslana: www.hrisla.is, www.mena.is, www.modibodi.is og Lauuf.com og þar fást alls kyns umhverfisvænar vörur fyrir líkama, heimili og heilsu, gjafavörur, barnavörur og margt fleira.

Plássið á fyrirlesturinn er takmarkað og því eru áhugasamir beðnir um að skrá sig á viðburðinn, en einnig er mikilvægt að láta vita ef það verða forföll svo aðrir komist að. Hægt er að senda skilaboð á Sambúðina (messenger) til að komast á biðlista.

Smelltu hér: Fyrirlesturinn og viðburðurinn á Facebook

Viltu lesa fleiri pistla eftir Sabínu?

Hér eru nokkrir:

Litríkar freistingar í náttúrunni

„Börn þekkja í dag orðið fleiri teiknimyndapersónur en heiti jurta“

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd