Umfjöllun: Sá leikritið um Karíus og Baktus tvisvar sama daginn

„Þetta var skemmtilegt leikrit. Ég var ekkert hrædd. Þegar leikritið var búið fór ég að sjá það strax aftur,‟ segir Joana Rúna Ómarsdóttir. Hún er níu ára og sá leikritið Karíus og Baktus tvisvar sama daginn í febrúar með mömmu sinni. Leikritið hefur verið sýnt fyrir fullu húsi og þykir uppfærslan einkar vel heppnum.

Þeir hafa ekki elst eina baun þeir Karíus og Baktus þótt 71 ár sé síðan Thorbjörn Egner töfraði þá fram úr munni sínum. Sagan kom fyrst út á bók árið 1949 og síðan þá hafa þessir litlu prakkarar notið mikilla vinsælda meðal barna víða um heiminn. Leikritið hefur nú verið sett upp í Hörpu. Uppselt var á allar sýningar í febrúar og hefur miðasala gengið frámuna vel í mars.

Eins og flestir vita fjallar leikritið um þá Karíus og Baktus sem lifa sannkölluðu sældarlífi í munninum á drengnum Jens. Sá bursta helst ekki tennurnar og vill borða allskonar sælgæti. Það kunna þeir Karíus og Baktus að meta og höggva sér bústað og fleira skemmtilegt í tönnum hans. En þegar þeir gerast of aðgangsharðir verður Jens að fara til tannlæknis sem setur framkvæmdirnar í uppnám og félagarnir þurfa að leita á nýjar slóðir.

Fram kemur í umfjöllun um leikritið á Visir.is að uppfærslan nú sé skemmtileg nálgun á sígilda sögu og falli leikritið í krafið.

Lesa umfjöllun á Vísir.is

Leikstjórar eru þær Sara Martí Guðmundsdóttir og Agnes Wild. Þær segja í samtali við Vísi salinn Kaldalón ekki hugsað fyrir leiksýningar og því hafi þær þurft að hugsa út fyrir kassann við uppsetninguna.

Ýmis klassískir hlutir úr sögunni eru útfærðir á hugmyndaríkan og nútímalegan hátt. Tannbursti er að sjálfsögðu á sviðinu auk tannlæknaborsins, nammi og fleira. Á sviðinu er stór munnur með flottum tönnum, sem þeir Karíus og Baktus höggva auðvitað í og leika sér með.

 

Nammibitar og gúmmíbangsar

Joana Rúna viðurkennir að hún hafi alltaf verið hrædd við Karíus og Baktus og í fyrstu ekki viljað sjá þessa nýju uppfærslu.

„Amma sýndi mér gömlu myndirnar af þeim. Þær voru hræðilegar og ég var hrædd. Það var bara smá krípí lag í byrjun. En Karíus og Baktus eru ekki hræðilegir í þessu leikriti,‟ segir hún.

Joana Rúna segir margt hafa verið skemmtilegt.

„Þessi með appelsínugula hárið var alltaf að dilla rassinum. Svo voru gúmmíbangsar og nammibitar sem komu þegar Jens var að borða þá. En svo var gaman þegar þeim var skolað út,‟ segir hún og leggur áherslu á að endirinn sé öðruvísi en áður. En skemmtilegast hafi þó verið þegar hún kom út af leikritinu í seinna skiptið. Þá hitti hún kennara sinn í skólanum.

En lærðirðu eitthvað á leikritinu?https://www.facebook.com/105451320962808/videos/889214078205662/

„Já. Að bursta tennurnar. Karíus og Baktus sögðu okkur að bursta aldrei. En ég bursta þær samt alltaf,‟ segir Joana.

Myndirðu vilja fara aftur?

„Já!‟ svarar Joana Rúna.

 

Sýningin er um 45 mínútur að lengd. Sýningin er ætluð börnum frá 1 árs aldri og greitt er fyrir öll börn eldri en 1 árs.

Meira um sýninguna og sýningardaga á vef Hörpu

Karíus & Baktus – Bræður tveir

Karíus og Baktus er hress og skemmtileg sýning fyrir alla aldurshópa. Tilvalin upplifun fyrir unga krakka sem eru að kynnast töfrum leikhússins í fyrsta skipti.

Posted by Karíus & Baktus on Miðvikudagur, 12. febrúar 2020

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd