Gleðilegt sumar! Þetta fjör er í boði fyrir fjölskyldur á sumardaginn fyrsta

Nú er sumardagurinn fyrsti loksins að renna upp. Til hamingju með daginn!

Langt er síðan farið var að fagna komu sumarsins eða nokkuð hundruð ár.

Í íslenskri þjóðtrú segir að ef ef sumar og vetur frjósi saman þá boði það að sumarið verði gott. Nokkuð sem fáir kannast við í seinni tíð. Í bókinni Saga daganna eftir Árna Björnsson þjóðháttafræðing er því velt upp hvað gott sumar sé eiginlega. Það geti átt við margt fleira en sól á lofti, fleiri stuttermaboli en í fyrra og nokkurn vegin regnhlífalaust sumar.

Samkvæmt Árna getur í góðu sumri nefnilega falist að nyt búpenings verði góð, að taðan verði kjarnmikil, og þess háttar.

 

Fínasta veður

Hvað sem þjóðtrúnni líður þá er sumrinu víða fagnað á sumardaginn fyrsta.

Veðrið ætti líka að leika við landsmenn. Á veðurvef mbl.is segir að allt bendi til að sum­ar­dag­ur­inn fyrsti verði besti dag­ur vik­unn­ar og útlit fyrir fínasta hátíðarveður í flest­um lands­hlut­um, sól­ríkt og frem­ur hlýtt í veðri. Á Norðurlandi verður enn svolítið vetrarlegt og hugsanlega él og slydda Austanlands. Vorlegra verður sunnanlands, sólríkt og fremur milt veður. Þó má búast við skúrum þegar líður á daginn.

En hvað um það. Fögnum sumrinu!

Hér er hægt að sjá hvað er í boði til að fagna sumardeginum fyrsta á nokkrum stöðum, bæði í bæjum og stöðum.

Hafnarfjörður: Sumargleði gaflara

Garðabær: Húllumhæ í tilefni af sumrinu

Mosfellsbær: Fjör á sumardaginn fyrsta

Akureyri, Siglufjörður og Eyjafjörður

Sumardagurinn fyrsti í Garðyrkjuskólanum í Hveragerði

 

Fjölskylduleiðsögn með Stjörnu-Sævari í Safnahúsi

Borgarbókasafnið í Grófinni: Vinsælustu bækur barnanna

Þjóðminjasafnið: Börn stýra leiðsögn

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd