Úr viðburðadagatali ullendullen.is: Nóg að gera um helgina

Hvað á nú að gera um helgina?

Veðurspáin hljómar ekkert alltof vel. En víst er að snjór veerður ansi víða gangi spá Veðurstofunnar eftir og má gera ráð fyrir sól á austan- og norðanverðu landinu á sunnudag í kjölfar hamagangsins í veðurguðunum.

Og hvað verður svo um að vera?

Það verður allavega hægt að fara á snjóþotur og skíði þar sem brekka sést, það er að segja þar sem skyggni er meira en einn metri.

Áður en anað er út í einhverja vitleysu er gott að fylgjast með veðurspánni um helgina.

Svona lítur kortið út fyrir laugardag.

Fylgist með veðurspánni á vedur.is

Annar er eins og alltaf nóg um að vera um helgina.

Það er nóg um að vera víða um land um helgina.

Heilsustjörnukokkurinn og matarbókahöfundurinn Guðrún Ebba býður til veislu. Hún verður með fræðsluerindi um næringu og heilsu ungbarna í hlýjunni í Borgarbókasafninu í Kringlunni á föstudag (22. mars). Kvenfélagskonur verða svo með frábæran viðburð á morgun (laugardaginn 23. mars). Kvenfélagasambandið býður gestum og gangandi að koma á Hallveigarstaði í Reykjavík og fræðast um vitundarvakninguna í fatasóun. Þarna verður allt gert til að fræða fólk um það hvernig það getur dregið úr fatasóun og nýtt fötin betur. Þar verður fræðsla um minniháttar viðgerðir á fötum og breytingar en líka hægt að fá saumavél að láni til að gera við eigin föt.

Krakkaklúbburinn Krummi á Listasafni Íslands er líka alveg frábær klúbbur. Á laugardag mun teiknarinn Anna Cynthia Leplar að veita börnum leiðsögn í teikningu. Þarna munu vafalítið nokkrir nýir Kjarvalar líta dagsins ljós.

Allir viðburðirnir eru sem fyrr í viðburðadagatali ullendullen.is og fjölgar þeim frekar en hitt. Þess vegna er gott að fylgjast reglulega með því þá er alltaf hægt að koma með hugmynd um eitthvað skemmtilegt að gera.

Viðburðadagatal ullendullen.is

 

Meira um nokkra viðburði

Föstudagur

Borgarbókasafnið í Kringlunni: Ebba Guðný ræðir um næringu og heilsu ungbarna og mataræði fjölskyldunnar – Skoðum þetta betur!

Laugardagur

Hallveigarstaðir: Kvenfélagasamband Íslands með fataskiptimarkarð, flóamarkað og fræðir um fataviðgerðir til að draga úr fatasóun – Tékka á málinu

Norræna húsið: Sögustund fyrir 2-10 ára börn — lesa meira

Listasafn Íslands: Ungir listamenn verða til – mála meira

Bókasafn Reykjanesbæjar: Spilavinir koma í heimsókn með slatta af spilum – spilum okkur í gegnum þetta!

Sunnudagur

Borgarbókasafnið í Grófinni: Sögustund á litháísku og rússnesku – skoða þetta betur

 

 

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd