Hvað ætli sé að gera um helgina?
Jú það er alveg hellingur.
Á Suðurnesjum er safnanótt í ellefta sinn og hægt að skoða þar söfn sem án þess að borga krónu og upplifa auðvitað helling af nýjungum.
Svo eru viðburðir á bókasöfnum á höfuðborgarsvæðinu, Listasafni Íslands og hægt að læra á ný og skemmtileg spil í Spilavinum.
Ef þið eruð að velta því fyrir ykkur hvað í ósköpunum sé hægt að gera saman um helgina þá er um að gera og skoða ullendullen.is. Best er að fylgjast með viðburðadagatali ullendullen.is. Þar eru alltaf að koma nýir viðburðir. Svo eru líka allskonar hugmyndir að einhverju að gera á forsíðu ullendullen.is.
Viðburðadagatal ullendullen.is
Viðburðir
- Safnahelgi er á Suðurnesjum. Þetta er ellefta árið sem söfn á Suðurnesjum opna dyr sínar gestum og gangandi. Ekkert kostar inn á söfnin – Tékka á því
- Spilavinir eru með sölu- og býttimarkað í verslun sinni. Þar getur fólk komið og selt gömlu spilin eða keypt af öðrum – Skoða það betur
- Linda Ólafsdóttir teiknari finnur listamanninn í barninu. Krakkaklúbburinn Krummi í Listasafni Íslands er staðurinn í dag – Tékka á því
- Sögustundir á erlendum tungumálum eru alveg frábær. Iwona Bergiel mætir í Borgarbókasafn í Spönginni í Grafarvogi og les sögu á pólsku – Tékkum á því!
- Hvernig eru þessar myndir í barnabókunum? Í Gerðubergi sýna 19 listamenn myndir úr barnabókunum – Skoða æðislega sýningu!
- Lesið fyrir börnin á portúgölsku á Borgarbókasafni – Hlustum á það
Hugmyndir að allskonar
- Börnin eru leiðsögumenn fjölskyldunnar
- Það er frábært að lesa góða bók
- Spil og skemmtilegheit við stofuborðið
- Hallgrímur og dóttir hans gerðust túristar í einn dag
- Hægt að spila frisbígolf allt árið út um allt