UTmessan er haldin í 9. sinn í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu þetta árið. Yfirleitt er um ráðstefnur að ræða fyrir fagfólk. En laugardaginn 9. febrúar verða dyrnar á Messunni opnaðar upp á gátt fyrir fjölskyldur og alla sem hafa áhuga á tækni og tólum. Ókeypis er inn í gleðina fyrir tækjaóða og framtíðarspekúlanta.
Laugardagurinn á UTmessunni hefur alltaf verið ferlega skemmtilegur fyrir alla fjölskylduna. Þar verður opið á alla sýningu á tölvum og tækjum og því hressasta sem er að gerast í tölvugeiranum á milli klukkan 10:00 – 17:00.
Á UTmessunni er alltaf hægt að sjá eitthvað nýtt og spennandi. Nú býður fyrirtækið Origo og fleiri messugestum upp á fjögurra metra háar risaeðlur, handboltavélmenni, stærsta Pac-Man leik í heimi, sýndarveruleika, einn besti Fortnite spilari í Evrópu verður á svæðinu, hægt verður að sjá vélmennakappakstur, vélmannabar er á stðanum, hægt að stýra dróna með hugarorku og leikjatölvur og búnaður og fleira og fleira.
Hver er þessi messa?
UTmessan er einn stærsti viðburður ársins í tölvugeiranum og hefur verið haldin árlega frá árinu 2011. Á UTmessuna mæta öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins og taka þátt með einum eða öðrum hætti og hvetja þannig fólk til að kynna sér um hvað tölvuiðnaðurinn snýst.
Þetta er í boði:
- Reyndu að skora framhjá „vélmenna-Björgvini Páli“ handboltamarkverði.
- Spila gamla góða Pac-Man á ótrúlegum risaskjá. Þú verður að prófa!
- Heilsaðu upp á geðstirða 4 metra risaeðlu.
- Prófaðu sýndarveruleika.
- Stýrðu dróna með „hugarorkunni“.
- Spjallaðu við hugljúft og hresst vélmenni.
- Svalaðu þorstanum á vélmennabarnum.
- Prófaðu vélmennakappakstur.
- Spilaðu Fortnite með köppunum í Ice Cold með aðstoð Lenovo, Audio Technica og Plantronics.
Ítarlegri upplýsingar: UTmessan