Íþróttir og hreyfing í heila viku

Íþróttavika Evrópu verður alla næstu viku á Íslandi og í 30 öðrum Evrópuríkjum. Markmiðið með Íþróttavikunni er að kynna fyrir fólki gildi og hollustu íþrótta og almennrar hreyfingu um alla Evrópu. Markmiðið er einmitt að sporna við hreyfingarleysi almennings og fá fleiri til að hreyfa sig. Rétt eins og Hreyfivika UMFÍ sem er í maí á hverju ári.

Íþróttavikan verður haldin 23. – 30. september.

Íþróttavikan er ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Sérstök áhersla er lögð á að höfða til grasrótarinnar og að hvetja Evrópubúa til að sameinast undir slagorðinu #BeActive til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi.

Það er Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) sem stendur fyrir Íþróttavikunni á Íslandi.

Vika er formlega sett sunnudaginn 23. september í Laugardalnum á milli klukkan 10:00 – 16:00. Í Dalnum verður heilmikið um að vera og hægt að prófa allskonar íþróttagreinar. Þar á meðal eru skylmingar, aquazumba, quigong og tai chi, rathlaup, göngufótbolti, strandblak og margt fleira skemmtilegt.

Vefsíða Íþróttavikunnar er www.beactive.is. Þar má nálgast nánari upplýsingar um setningu verkefnisins og fleiri viðburði vikuna 23. – 30. september.

Verkefnið er líka að finna á Facebook hér.

 

Dagskráin við setninguna og tímasetningar

  • Sirkus Íslands verður á sveimi frá kl. 12 – 15 og með atriði við Þvottalaugarnar kl. 13:45.
  • Andlitsmálun og blöðrur í boði í Laugardalshöllinni frá kl. 12-14.
  • Leikhópurinn Lotta verður i þríhyrningnum milli skautahallar og Þróttaravallar kl. 11:30
  • Íshokkí, kl. 10:00 – 12:00 / Mót í 4. flokki / Staðsetning: Skautahöllin
  • Skylmingar, kl. 10:00 – 15:00 / Fyrir alla / Staðsetning: Undir stúkunni á Laugardalsvelli
  • Íslandsleikar Special Olympics, kl. 10:00 – 13:00 / Fótboltamót fatlaðra / Staðsetning: Þróttaravöllur
  • Aqua Zumba, kl. 10:30 og 13:30 / Fyrir alla, 25 mín. tími / Staðsetning: Laugardalslaug
  • Qigong og Tai Chi, kl. 11:00 og 14:00 / Fyrir alla / Staðsetning: Þvottalaugarnar í Laugardal
  • Frisbígolf, kl.11:00 – 15:00 / Fyrir alla / Staðsetning: Folfvöllur, Laugardal
  • Rathlaup, kl. 11:00 – 15:00 / Fyrir alla / Staðsetning: Hefst við Húsdýragarðinn
  • Hjólabretti, kl 12:00 – 14:00 / Fyrir alla / Staðsetning: Brettasvæði við Þróttaravöll
  • Frjálsar íþróttir, kl. 12:00 – 14:00 / Fyrir alla / Staðsetning: Laugardalshöll
  • Ganga með leiðsögn, kl. 13:30 / Fyrir alla / Staðsetning: Frá Húsdýragarðinum
  • Göngufótbolti, kl. 13:30 – 15:00 / Fyrir alla / Staðsetning: Þróttaravöllur
  • Lindy Hopp, kl. 13:45 og 14:30 / Fyrir alla / Staðsetning: Laugardalshöll
  • Strandblak, kl. 14:00 – 16:00 / Fyrir alla / Staðsetning: Laugardalslaug
  • Hlaup og skotfimi, kl. 14:00 – 15:00 / Fyrir alla / Staðsetning: Þvottalaugarnar í Laugardal
  • Zumba, kl. 14:00 / Fyrir alla / Staðsetning: Laugardalshöll
  • Stafaganga, kl. 14:30 / Fyrir alla / Staðsetning: Þróttaravöllur
  • Dans, kl. 14:45 og 15:15 / Danssýning frá Listdansskóla Hafnarfjarðar / Staðsetning: Laugardalshöll
  • Danspartý, kl. 15:30 – 16:30 / Fyrir alla / Staðsetning: Laugardalshöll

 

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd