Lærum að sulta á Árbæjarsafni og förum á listasýningar á Jónsmessunni

Veðrið er ekkert sérstaklega að leika við landsmenn helgina 23. – 24. júní. Veðurstofan spáir rigningu um allt vestanvert landið á laugardag en skýjuðu nær allsstaðar nema á Akureyri á Jónsmessunni á sunnudag. Samt er alveg feikinóg að gera fyrir hressar fjölskyldur. Málið er bara að klæða sig vel hvort heldur er að fara í pollagalla eða nota góða regnhlíf.

Það er allskonar hægt að gera. Árbæjarsafn er með frábæran viðburð þar sem áherslan er á liðinn tíma en þar verður gestum kennt að gera græðandi smyrsl úr jurtum og liti úr rabarbara. Svo er líka hægt að gróðursetja hjá Skógræktarfélögum og fara á fjölskyldustund í Menningarhúsunum í Kópavogi.

En svo er margt hægt að gera án þess að hlýða skipulögðum viðburðum. Það er upplagt að fara út að hjóla saman. Engu skiptir þótt það rigni. Það eina sem er að klæða sig vel. Svo má alltaf fara á bókasafn, kaffihús, listasafn og margt fleira.

Það er til dæmis frábær hugmynd að fara á listasýning nokkurra ungra stúlkna í Borgarbókasafninu í Gerðubergi en þær hafa málað myndir eftir myndum þekktra myndlistarmanna – en eftir sínu eigin höfði: Listasýning hópsins Hermikrákur.

 

Dagskráin um helgina 23. – 24. júní

Laugardagur

  • Fjölskyldustund er í Menningarhúsum Kópavogs. Klukkan 13:00 verður boðið upp á jóga á útisvæði húsanna og á sama tíma hefst Fjölskyldustund í Geislahvelfingunni: Meira hér
  • Fjölskyldustund hjá Skógræktarfélagi Garðabæjar. Aldarafmælis fullveldis Íslands verður minnst með gróðursetningu fullveldislundar á svæði Skógræktarfélags Garðabæjar í Sandahlíð laugardaginn 23. júní. Öll verkfæri verða til staðar og eru leiðbeinendur fyrir óvana: Meira um skógræktina.
  • Unglistahópurinn Hermikrákur sem samanstendur af ungum stúlkum opnaði sýningu sína í vikunni. Hún er í Borgarbókasafni í Grófinni fram í ágúst: Meira hér
  • Bíó Paradís sýnir beint frá öllum leikjum á HM í Rússlandi 2018. Á meðan mamma og pabbi eru að horfa á leikina í einum bíósal fá börnin frítt í krakkabíó í öðrum sölum. Meira um krakkabíóið

Sunnudagur

  • Jónsmessar er á sunnudaginn 24. júní. Þá fara margar furðuverur á kreik. Amtsbókasafnið á Akureyri verður með allskonar skemmtilega viðburði í tilefni af Jónsmessunni. Meira um viðburðina á Akureyri
  • Þjóðminjasafn Íslands býður börnum á búktalsnámskeið í samstarfi við Reykjavík Kabarett sunnudaginn 24. júní á milli klukkan 11:00 – 12:00. Námskeiðið hentar átta ára og eldri og er alveg ókeypis: Meira um bútalsnámskeiðið
  • María kennir gestum Árbæjarsafns að gera græðandi smyrls úr íslenskum jurtum og að lita ull með rabarbarablöðum á Árbæjarsafni. Gestir safnsins eru hvattir sérstaklega tl að kynna sér afurði sem nýtast allri fjölskyldunni.

 

Hvað ætlið þið annars að gera um helgina? Þið getið sent okkur línu hvenær sem er á Facebook eða í tölvupósti á netfangið ullendullen@ullendullen.is. Svo er alltaf hægt að gera áskrifandi að vikulegu fréttabréfi þar sem enn fleira kemur fram.

Gerast áskrifandi að fréttabréfi Úllendúllen

 

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd