Markús er fyrsti formaður samtaka um barnamenningu

Markús Már Efraím

Markús Már Efraím var á dögunum kosinn formaður nýrra samtaka, Sögur – samtök um barnamenningu. Að samtökunum standa RÚV, Barnamenningarhátíð, Menntamálastofnun, SÍUNG og fleiri stofnanir.

Markús segir í samtali við Fréttablaðið að samtökin séu nú á fullu í að kynna Sögu-verkefnið á KrakkaRÚV, sem felur í sér að hvetja börn til að lesa og skrifa. Svo er undirbúningur fyrir Sögu-verðlaunin, eins konar „kid’s choice“ Íslands, í fullum gangi.

Markús er að skrifa barnabók, hrollvekju fyrir yngri lesendur. Á dagskránni er líka að stýra ritsmiðjum fyrir 8-12 ára börn á Kjarvalsstöðum.

Efni viðtalsins í Fréttablaðinu var þó ekki vinna Markúsar með börnum og ritsmiðjurnar heldur áhugi hans á tweed-efnum.

Markús segir:

Ég hef lengi verið ástfanginn af tweedi og er stöðugt að endurnýja tweed-buxur. Lengi vel gekk ég með bindi alla daga en undanfarin ár hef ég kolfallið fyrir kragalausum skyrtum og geng nánast eingöngu í þeim, að viðbættum buxum og nærfötum auðvitað.

Markús hefur verið stórvinur Úllendúllen í langan tíma. Í byrjun árs 2015 stóð hann fyrir útgáfu hryllingsbókarinnar Eitthvað illt á leiðinni erÍ bókinni er safn sagna eftir nítján 8-10 ára börn. Öll sátu þau námskeið hjá Markúsi í ritlist og skapandi hugsun á frístundaheimilum frístundamiðstöðvarinnar Kamps í Reykjavík. Bókin hefur fengið mjög góða dóma, ekki síst á meðal barna.

 

Meira um Markús á www.ullendullen.is

 

 

 

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd