Frábær helgi í ískaldri blíðu: 20. – 21. janúar 2018

Þetta verður nú aldeilis skemmtileg helgi dagana 20. – 21. janúar 2018.

Veðrið í dag er ágætt víða, meira að segja spáð heiðskírum himni og brakandi sól á öllu sunnanverðu landinu, meira að segja á sunnanverðum Vestfjörðum. Ekki viðrar hins vegar vel til útiveru í nágrenni Bolungarvíku og Blönduóss en þar er spáð snjókomu og skýjuðu á austanverðu landinu.

Sunnudagurinn er ekki efnilegur þótt ekki rigni. Allsstaðar verður alskýjað nema í Eyjum. Þar verður rigning. Eina sólarglætan verður á Raufarhöfn. En ætli sé fært þangað?

Kíkið á veðrið! Vefur Veðurstofunnar

Bókasöfnin víða iða af lífi um helgar, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu – þau bjóða upp á fjölda viðburða alla daga. Á sunnudag hefst t.d. í Gerðubergi sýning á myndskreytingum barnabóka undir yfirskriftinni: Þetta vilja börnin sjá. Þar eiga margir landsþekktir teiknarar myndir.

Ef veðrið leikur ykkur grátt og ekki hundi út sigandi þá er alltaf hægt að finna eitthvað skemmtilegt að gera á ullendullen.is

 

Ævintýri á Kjarvalsstöðum

Á laugardag verður svolítið ævintýralegur viðburður á Kjarvalsstöðum. Þar verður settur upp pop-up Ævintýraleikvöllur fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Þið verðið að drífa ykkur. Leikvöllurinn hefur bara verið settur upp tvisvar áður og hann verður aðeins opinn á milli klukkan 13:00 – 16:00.

Boðið verður upp á alls konar spennandi efnivið sem börn fá að leika með og rannsaka á eigin forsendum, svo sem pappakassa, efnisbúta, dalla, plastbox, spítur, potta, pönnur, reipi og teip.

Svo er það sunnudagurinn. Hann er geysilega spennandi. Á Kex Hosteli verður t.d. annar helmingurinn af Skoppu og Skrítlu að kenna krökkum zúmba.

Safnahúsið við Hverfisgötu býður upp á fjölskylduleiðstöfn um safnið þar sem hægt verður að skoða huldufólk og ýmislegt skrýtið.

 

Fjör í leikhúsi

Svo eru leikhúsin að gera góða hluti. Skúmaskot er nýtt leikrit eftir Sölku Guðmundsdóttur í Borgarleikhúsinu og hefur það fengið góða dóma. Í Þjóðleikhúsinu er nýbyrjað að sýna barnaleikritið Ég get og er hægt að sjá það á laugardag. Sunnudaginn 21. janúar verður svo líka sýning á leikritinu Fjarskalandi, sem er alveg frábært fyrir börn og ungmenni.

Einn hressasti leikhópur landsins síðastliðin ár er Leikhópurinn Lotta. Hópurinn hefur verið að dusta af leikritunum sýnum nú í ársbyrjun og mun sýna leikritið Galdrakarlinn frá Oz nokkrum sinnum fram í mars í Tjarnarbíói.

Góða helgi!

 

Helgin er í mjög grófum dráttum:

Laugardagur 20. janúar

 

Sunnudagur 14. janúar

 

 

Hallgrímur og fjölskylda gerðust túristar í vetrarfríinu

Frisbígolf nýtur mikill vinsælda allt árið um kring

Eva María: Fjölskyldunni finnst skemmtilegt að fara í fótabað

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd