Áramótabrennur hafa tíðkast á Íslandi. Fram kemur á Vísindavefnum að elsta þekkta frásögnin um brennur um áramót sé frá árinu 1791 þegar greint er frá því að piltar við Hólavallaskóla í Reykjavík hafi haldið brennur á hæð skammt frá skólanum. Talið er að það hafi verið Landakotshæð.
Rúmlega 100 ára hefð
Á 19. öld breiddist siðurinn út um Reykjavík og síðan um aldamótin á einstökum sveitabæjum. Sums staðar á Suður- og Vesturlandi var reynt að haga svo til að kveikt væri í bálkestinum á sama tíma á öllum bæjum í byggðarlaginu svo að hver sæi til annars. Við upphaf 20. aldar voru brennur orðnar algengar hér á landi.
En hvar eru þessar blessaðar stórskemmtilegu brennur? Brennurnar eru álíka margar og sveitarfélögin í landinu og stundum fleiri. Hentugasta ráðið til að finna brennu er að fletta upp heimasíðu viðkomandi sveitarfélags.
Hvar eru þessar brennur?
Við höfum tekið saman lista yfir allar brennur á landinu á Gamlárskvöld. Listinn er auðvitað ekki tæmandi. Ef þið rekið augun í að upplýsingar vantar er best að senda okkur skeyti á ullendullen@ullendullen.is eða í skilaboðum á Facebook.
Í mörgum sveitarfélögum er fólk hvatt til að skjóta ekki upp flugeldum við brennur. Svo verða auðvitað allir að hafa hlífðargleraugu og hanska nálægt brennum og þegar flugeldum er skotið á loft.
Góða skemmtun!
Höfuðborgarsvæðið
Reykjavík: Áramótabrennurnar í Reykjavík eru á hefðbundnum stöðum og með svipuðu sniði ár hvert. Á gamlárskvöld 2017 eru þær á eftirtöldum stöðum og með tveimur undantekningum er borinn eldur að köstunum kl. 20:30. Skoða staðsetningu í Borgarvefsjá.
- Við Ægisíðu, stór brenna.
- Í Skerjafirði gegnt Skildinganesi 48 – 52, lítil brenna (tendrað kl. 21:00, eftir blysför sem hefst kl. 20:30).
- Við Suðurhlíðar, neðan við Fossvogskirkjugarð, lítil brenna.
- Laugardalur, fyrir neðan Laugarásveg 18, lítil brenna.
- Geirsnef, á norðanverðu Geirsnefi, stór brenna.
- Við Suðurfell, lítil brenna.
- Við Rauðavatn að norðanverðu, stór brenna.
- Gufunes við Gufunesbæ, stór brenna.
- Við Kléberg á Kjalarnesi, lítil brenna.
- Úlfarsfell á athafnasvæði Fisfélagsins ofan við Lambhagaveg, lítil brenna (tendrað kl. 15:00)
Ítarlegri upplýsingar: Reykjavik.is
Garðabær: Tvær áramótabrennur verða í Garðabæ.
- Kveikt verður í áramótabrennunni nærri ströndinni norðan við Gesthús á Álftanesi klukkan 20:30. Brennan er í umsjón Skátafélagsins Svana.
- Hin áramótabrennan er í umsjón Stjörnunnar og verður við Sjávargrund. Kveikt verður í brennunni klukkan 21.00.
Ítarlegri upplýsingar: gardabaer.is
Kópavogur: Tvær brennur verða í Kópavogi. Kveikt verður í báðum brennum klukkan 20:30.
- Við Smárahvammshvöll í Kópavogsdal.
- Þingabrenna Gulaþingi.
Ítarlegri upplýsingar: kopavogur.is
Hafnarfjörður: Í Hafnarfirði verður tendrað áramótabrennu klukkan 20:30 á Ásvöllum. Brennan verður á íþróttasvæði Hauka, nánar tiltekið í hrauni fyrir framan íþróttamiðstöðina. Knattspyrnufélagið Haukar og Hafnarfjarðarbær standa saman að brennunni.
Mosfellsbær: Áramótabrenna verður neðan Holtahverfis við Leirvog. Kveikt verður í brennunni kl. 20:30. Öll meðferð skotelda á svæðinu er bönnuð, stjörnuljós og blys eru hættuminni en flugeldar og tertur skulu geymast heima.
Suðurland
- Selfoss: Á gámasvæðinu, Víkurheiði á Selfossi kl. 16:30
- Eyrarbakki: Við Hafnarbrú á Eyrarbakka kl. 20:00
- Stokkseyri: Við Arnhólma á Stokkseyri kl. 20:00
Ítarlegri upplýsingar: Árborg
- Hella: Árleg áramótabrenna á Hellu og flugeldasýning Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu.
Ítarlegri upplýsingar: Rangárþing ytra
- Hrunamannahreppur: Áramótabrenna á lóð Tjaldmiðstöðvarinnar á Flúðum kl. 20:30.
Ítarlegri upplýsingar: Hrunamannahreppur
- Bláskógabyggð: Í Laugarási við Höfðaveginn kl. 20:30 / Í Reykholti brenna kl. 20:30 og flugeldasýning kl. 21:00
Ítarlegri upplýsingar: Bláskógabyggð
Vestfirðir
- Ísafjörður: Klukkan 20:30 á Hauganesi
- Hnífsdalur: Klukkan 20:30 á Árvöllum
- Suðureyri: Klukkan 20:30 á Hlaðnesi
- Flateyri: Klukkan 20:30 við smábátahöfn
- Þingeyri: Klukkan 20:20 á Þingeyrarodda
Ítarlegri upplýsingar: Ísafjarðarbær
Vesturland
- Saurbær: Brennan í Saurbænum verður í landi Bjarnastaða í Staðarhólsdal. Kveikt verður í brennunni um miðnætti.
- Búðardalur: Árleg brenna í Búðardal verður á sjávarkambinum neðan við Búðarbraut og skotsvæði á gömlu bryggjunni. Kveikt verður í brennunni kl. 21:00.
Ítarlegri upplýsingar: Dalabyggð
Norðurland
Akureyri
- Hlíðarfjall: Opið frá kl. 10.00-15.00, Akureyrarsundlaug kl. 8.45-12.00
- Hrísey: Áramótabrenna í námunni fyrir austan Stekkjanef kl. 17.00
- Grímsey: Áramótabrenna í Grenivík, syðst á eyjunni kl. 20.30
- Réttarhvammur v/Hlíðarfjallsveg: Áramótabrenna og flugeldasýning kl. 20.30
Ítarlegri upplýsingar: Visit Akureyri
- Skagaströnd: Brennan verður staðsett við Snorraberg og blysför mun leggja af stað frá Fellsborg. Lagt verður af stað frá Fellsborg 20:30 og kveikt verður í brennunni um kl 20:45.
Ítarlegri upplýsingar: Skagaströnd
- Ólafsfjörður: Kveikt verður í áramótabrennunni í Ólafsfirði kl. 20:00 og verður brennan við Ósbrekkusand.
- Siglufjörður: Kveikt verður á brennunni á Siglufirði klukkan 20:30. Brennan er sunnan við Rarik.
Ítarlegri upplýsingar: Fjallabyggð
Austurland
- Egilsstaðir: Áramótabrenna Fljótsdalshéraðs í samstarfi við Björgunarsveitina á Héraði fer fram á Egilsstaðanesi kl. 16.30 sunnudaginn 31. desember, eins og undanfarin ár.
Ítarlegri upplýsingar: Fljótsdalshérað