Ísleifur er níu ára og finnst gaman að lesa. Um daginn las hann Þitt eigið ævintýri eftir Ævar Þór Benediktsson. Nú var hann að klára Elstur í bekknum eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur.
Um hvað er bókin Elstur í bekknum?
„Hún er um stelpuna Eyju sem er að byrja í 1. bekk. Hún þekkir engan en síðan kynnist hún Rögnvaldi sem er 96 ára og verða þau góðir vinir. Rögnvaldur kann hvorki að lesa né skrifa. Þau gera samning sem felur í sér að Eyja á að tala við einhvern í bekknum fyrir hverja tvo stafi sem Rögnvaldur lærir í skólanum.“
Hvernig fannst þér bókin?
„Mér fannst hún skemmtileg.“
Myndir þú vilja vera með 96 ára karli i bekk?
„Ég veit það nú ekki, Rögnvaldur er svolítið skrýtin, segir stundum óvenjuleg orð eins og hundslappadrífa og skúraleiðingar.“
En bættiru þá ekki við orðaforðann þinn þegar þú last bókina?
„Jú, eiginlega.“
Hvenær og hvar lastu bókina?
„Ég las hana heima á kvöldin fyrir heimalestur og skrifaði líka fimm orð eftir hvern lestur.“
Hvert var áhugaverðasta orðið sem þú last í bókinni?
„Skúraleiðingar, ég veit samt ekki alveg hvað það þýðir.“
Mælir þú með þessari bók fyrir 9 ára krakka?
„Já, og bara alla krakka frá 5 til 9 ára og alveg 96 ára líka.“
Meira um bókin Elstur í bekknum
Það getur verið dálítið skrítið að byrja í nýjum skóla þar sem maður þekkir engan. En það er eiginlega stórfurðulegt þegar níutíu og sex ára
gamall karl sest við hliðina á manni og enginn kippir sér upp við það! Fljótlega verða bekkjarfélagarnir Eyja og Rögnvaldur ágætis vinir þrátt fyrir níutíu ára aldursmun. Þegar Eyja kemst að leyndarmáli Rögnvaldar gera þau með sér samning en tekst Eyju að standa við hann?
(lang) Elstur í bekknum er fyrsta skáldsaga Bergrúnar í fullri lengd. Bókin prýða dásamlegar litmyndir Bergrúnar og uppsetningin miðar að þörfum þeirra sem eru að stíga sín fyrstu skref á lestrarbrautinni.