
Ragna Kristín Gunnarsdóttir með bækurnar um Úlf og Eddu. Hún les úr nýjustu bókinni í Safnahúsinu á sunnudag. Síðan verður boðið upp á leiðsögn um sýningu á safninu.
Hvað ætli sé nú hægt að gera um helgina?
Ömmur og afar, mömmur og pabbar klóra sér oft í hausnum yfir því hvað þau geti gert með börnum sínum, afastrákum og ömmustelpum. Úllendúllen kemur hjálpar svo enginn verði gráhærður af áhyggjum.
Við erum nefnilega alltaf að laga vefsíðuna og bæta til að auðvelda fólki að njóta lífsins með börnum sínum. Nú erum við búin að gera lista yfir nokkra skemmtilega staði sem getur verið skemmtilegt að sækja og skoða, bæjarhátíðir, sirkussýningar og aðra gleði.
Hér er brot af því helsta sem um er að vera um helgina:
- Mikið um að vera á bókasöfnunum í Kópavogi
- Kött GráPjé stýrir textasmiðju fyrir unglinga
- Frábær bókamessa fyrir alla fjölskylduna í Hörpunni
- Jólabasar Waldorfskólanna í Lækjarbotnum
- Tölvusmiðja fyrir alla fjölskylduna í Gerðubergi í Breiðholti
- Ragna Kristín les úr bók sinni í Safnahúsinu við Hverfisgötu
- Fjölskylduleiðsögn og klippismiðja í Hafnarhúsi
- Leiksýning um Þorra og Þuru á Kex Hostel
- Fjölskyldustund í Salnum í Kópavogi