Iceland Airwaves er konfektkassi fyrir alla fjölskylduna – í næstum viku!

Dúettinn Bergmál flutti skemmtileg frumsamin lög á hárgreiðslustofunni og barnum Quest í vikunni.

Tónlistarveislan árlega Iceland Airwaves stendur yfir dagana 1. – 5. nóvember. Tónleikar á almennri dagskrá Iceland Airwaves eru ekkert sérstaklega fyrir börn. En tónleikarnir utan hefðbundinnar dagskrár, svokallaðir Off Venue-tónleikar eru stórkostlegir og alveg ókeypis fyrir alla.

Það er frábært að fara með börn á Off Venue-tónleika á Iceland Airwaves og upplifa eitthvað alveg nýtt. Tónleikarnir eru alla jafna frá hádegi og fram að kvöldmat.

Fjölskyldufólk getur haft nóg að gera frá hádegi og fram eftir degi. Það er nefnilega frábært að fara á einn stað, sjá tónleika og ganga svo saman á annan stað, jafnvel koma við í búð og fá sér gott í gogginn.

Tónlistarhátíðin er algjört æði fyrir fólk og fjölskyldur sem finnst gaman að tónlist.

Allir helstu rapparar landsins koma fram á Off Venue-tónleikunum, Jói P. og Króli, Úlfur Úlfur, Emmsjé Gauti, Hildur og margir fleiri tónlistarmenn sem börn og fullorðnir hafa gaman að. Þetta er veisla.

Við mælum eindregið með Iceland Airwaves.

Á skjalinu með ítarlegri upplýsingum má sjá hvar hinir og þessir tónlistarmenn og hljómsveitir koma fram.

 

Ítarlegri upplýsingar: Iceland Airwaves – Off Venue

Save

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd