Réttir standa nú víða yfir. Réttað er í Fossvallarétt á morgun, sunnudaginn 17. september klukkan 11:00.
Um hefðbundnar réttir er að ræða.
Nemendur í 4. og 5. bekk Waldorfskólanum í Lækjabotnum ætla að nýta tækifærið til að fjármagna ferðalög sín og fleira og selja gestum réttanna gómsætt réttarkaffi og með því.
Aðstandendur vonast til að sjá sem flesta.
En hvernig á að komast í réttirnar?
Staðsetning réttanna er til vinstri þegar beygt er inn afleggjarann að Lækjarbotnum.
Langar ykkur í aðra rétt?
Hér er listi yfir flestar réttir á Íslandi