Benedikt á Kexinu: Rokkhátíð Æskunnar haldin í tvo daga á næsta ári

Benedikt Reynisson Kexland Rokkhátíð Kex Hostel

Benedikt Reynisson hreifst af kraftinum í Rokkhátíð Æskunnar.

Rokkhátíð Æskunnar gekk mjög vel. Hún verður haldin aftur á næsta ári og stefnt á að hún verði í tvo dag í stað eins, að sögn Benedikts Reynissonar hjá Kex Hosteli.

Rokkhátíðin var haldin um síðustu helgi, sunnudaginn 10. september. Í kringum 300 manns komu á hátíðina og var mikil fjölskyldustemning.

Benedikt er alveg í skýjunum enda mikill áhugi á öllum smiðjunum sem boðið var upp á og tónlistaratriðin flott. Hann nefnir sérstaklega að hljómsveitin Gróa hafi borið af með spilagleði sinni, fjölbreyttum lögum og krafti:

„Áhugi krakkanna og sköpunarkraftur þeirra í smiðjunum var eftirtektarverður og virkilega gefandi að horfa á það.  Það skaraði sömuleiðis framúr hvað yndislega fólkið og fyrirtækin sem tóku þátt í smiðjunum voru tilbúin að verja þessum degi með okkur og gefa af sér,“ segir hann.

Umfjöllun Úllendúllen um Rokkhátíð Æskunnar

Save

Save

Save

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd