Samveran við eldhúsborðið skiptir miklu máli

Samvera fjölskyldunnar skiptir máli. Kvöldmaturinn er þar kletturinn og er mikilvægt að fjölskyldan borði saman undir lok dags.

Í Morgunblaðinu fyrir nokkru var ítarleg og góð umfjöllun um mikilvægi kvöldmatarins fyrir samveru fjölskyldunni og af hverju hann skiptir máli:

Þroski

Sam­ræður hjálpa börn­um að þrosk­ast og öðlast færni í sam­skipt­um. Sam­ræður við vini eru af öðrum toga held­ur en við full­orðna eða fjöl­skyld­una og því skipt­ir máli að talað sé við börn­in til að þroska þau. Matarborðið er góður staður til að eiga þessar samræður.

Betri geðheilsa

Í rann­sókn sem birt­ist í lækna­tíma­rit­inu Pedi­at­rics kom fram að börn sem snæða reglulega með fjöl­skyld­unni eru í minni áhættu­hóp fyr­ir þung­lyndi og eit­ur­lyfja­neyslu.

Traust­ari fjöl­skyldu­bönd

Þegar fjöl­skyld­an eyðir reglu­lega tíma sam­an við mat­ar­borðið myndast félagsleg tengsl sem styrk­ja fjöl­skyldu­bönd­in. Máltíðin þarf ekki endi­lega að vera full­kom­in eða fara friðsam­lega fram en sam­ver­an skipt­ir máli.

Betri ein­kunn­ir

Sýnt hefur verið fram á fylgni reglulegra máltíða með fjölskyldunni og einkunnum barna. Í greininni segir að ekki liggi fyrir ná­kvæm skýr­ing á hvað veld­ur. Ekki er þó útilokað að þeir þættir sem taldir hafa verið upp hér að ofan hafi þar áhrif.

Betri heilsa

Rann­sókn­ir sýna að börn sem borða reglu­leg­ar kvöld­máltíðir með fjöl­skyld­unni eru með lægri BMI-stuðul en önn­ur börn og eru leidd­ar lík­ur að því að heima­elduð fjöl­skyldu­máltíð sé alla jafna holl­ari en skyndi­biti. Greinarhöfundur gerir samt athugasemd við þetta og bendir á að hægt er að borða holl­ar máltíðir sem keypt­ar eru á veit­inga­stöðum og njóta stundarinnar með fjölskyldunnar.

Auk­inn sparnaður

Það er ódýrara að elda og borða heima heldur að fara út að borða. Svo er enn ódýrara að skipuleggja fram í tímann hvað á að vera matinn. Skipulagningin veldur því að búðarferðunum fækkar – eins er gott að nýta útsölur og tilboð á matvöru.

Þetta segir Eva María

Fjölmiðlakonan Eva María Jónsdóttir á stóra fjölskyldu og eru börnin sjö. Hún segir lykilinn að farsælu fjölskyldulífi þá að fjölskyldan hittist að minnsta kosti kvölds og morgna, rabbi saman um það sem á daga heimilisfólks hefur drifið og að allir hjálpist að. Foreldrarnir þurfi að vera leiðtoga og þurfi þeir að setja þessar stundir í forgang og tryggja hvíld á nóttunni.

LESTU MEIRA:

Eva María Jónsdóttir: Fjölskyldunni finnst skemmtilegt að fara í fótabað

Eva María Jónsdóttir segir lykilinn að farsælu heimilishaldi í stórri fjölskyldu að hittast að minnsta kosti kvölds og morgna og rabba saman um það sem á daginn hefur drifið. Aliir þurfa líka að hjálpast að. MYND / Eva María Jónsdóttir

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd