Samvera fjölskyldunnar skiptir máli. Kvöldmaturinn er þar kletturinn og er mikilvægt að fjölskyldan borði saman undir lok dags.
Í Morgunblaðinu fyrir nokkru var ítarleg og góð umfjöllun um mikilvægi kvöldmatarins fyrir samveru fjölskyldunni og af hverju hann skiptir máli:
Þroski
Samræður hjálpa börnum að þroskast og öðlast færni í samskiptum. Samræður við vini eru af öðrum toga heldur en við fullorðna eða fjölskylduna og því skiptir máli að talað sé við börnin til að þroska þau. Matarborðið er góður staður til að eiga þessar samræður.
Betri geðheilsa
Í rannsókn sem birtist í læknatímaritinu Pediatrics kom fram að börn sem snæða reglulega með fjölskyldunni eru í minni áhættuhóp fyrir þunglyndi og eiturlyfjaneyslu.
Traustari fjölskyldubönd
Þegar fjölskyldan eyðir reglulega tíma saman við matarborðið myndast félagsleg tengsl sem styrkja fjölskylduböndin. Máltíðin þarf ekki endilega að vera fullkomin eða fara friðsamlega fram en samveran skiptir máli.
Betri einkunnir
Sýnt hefur verið fram á fylgni reglulegra máltíða með fjölskyldunni og einkunnum barna. Í greininni segir að ekki liggi fyrir nákvæm skýring á hvað veldur. Ekki er þó útilokað að þeir þættir sem taldir hafa verið upp hér að ofan hafi þar áhrif.
Betri heilsa
Rannsóknir sýna að börn sem borða reglulegar kvöldmáltíðir með fjölskyldunni eru með lægri BMI-stuðul en önnur börn og eru leiddar líkur að því að heimaelduð fjölskyldumáltíð sé alla jafna hollari en skyndibiti. Greinarhöfundur gerir samt athugasemd við þetta og bendir á að hægt er að borða hollar máltíðir sem keyptar eru á veitingastöðum og njóta stundarinnar með fjölskyldunnar.
Aukinn sparnaður
Það er ódýrara að elda og borða heima heldur að fara út að borða. Svo er enn ódýrara að skipuleggja fram í tímann hvað á að vera matinn. Skipulagningin veldur því að búðarferðunum fækkar – eins er gott að nýta útsölur og tilboð á matvöru.
Þetta segir Eva María
Fjölmiðlakonan Eva María Jónsdóttir á stóra fjölskyldu og eru börnin sjö. Hún segir lykilinn að farsælu fjölskyldulífi þá að fjölskyldan hittist að minnsta kosti kvölds og morgna, rabbi saman um það sem á daga heimilisfólks hefur drifið og að allir hjálpist að. Foreldrarnir þurfi að vera leiðtoga og þurfi þeir að setja þessar stundir í forgang og tryggja hvíld á nóttunni.
LESTU MEIRA:
Eva María Jónsdóttir: Fjölskyldunni finnst skemmtilegt að fara í fótabað

Eva María Jónsdóttir segir lykilinn að farsælu heimilishaldi í stórri fjölskyldu að hittast að minnsta kosti kvölds og morgna og rabba saman um það sem á daginn hefur drifið. Aliir þurfa líka að hjálpast að. MYND / Eva María Jónsdóttir