Dagur vill að allir geti notið tónlistar án þess að það kosti hálfan handlegg

Tónlist verður sýnilegri í Reykjavík og á að stuðla að því að allir geti notið tónlistar án þess að það kosti of mikið.

Þetta segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, í vikulegu fréttabréfi sínu föstudaginn 10. febrúar 2017.

Í fréttabréfinu segir að margar borgir í Evrópu og Norður- Ameríku eru farnar að skilgreina sig sem tónlistarborgir. Þar á meðal er Reykjavík.

Dagur skrifar:

„Við höfum séð einhverjar slíkar borgir, eins og London þróast úr því að verða vagga framsækinnar tónlistar yfir í að horfa upp á goðsagnakennda tónleikastaði loka og að borgin verði of dýr fyrir tónlistarmenn að búa og starfa í. Það var meðal annars þess vegna sem við blésum til fundar með fólki víða að úr tónlistartengdum greinum til að ræða áskoranir og tækifæri í tónlistarborginni Reykjavík. Salurinn í Hörpu var sannarlega troðfullur af hæfileikafólki og markmiðið með vinnunni að stíga afgerandi skrefi í átt að því að Reykjavík verði enn betri borg fyrir tónlistarfólk. Í þeirri borg þarf umgjörðin að styðja við sem flesta þætti tónlistarinnar; tónlistaruppeldi og menntun þarf t.a.m. að vera fjölbreytt, það þarf að vera hægt að fá aðgang að æfingahúsnæði og  tónleikastöðum af öllum stærðum og gerðum og hægt að halda stórar og litlar tónlistarhátíðir innan og utan dyra í borginni.  Borgin hefur áhuga á að gera tónlistina sýnilegri í umhverfinu og stuðla að því að allir geti notið tónlistar án þess að það kosti of mikið.“

Þetta er frábært framtak!

Hægt er að hlusta á tónlist víða um borg og fara á ókeypis tónleika út um allt. Þar á meðal er Kex Hostel. Þar eru ókeypis tónleikar á meðan tónlistarhátíðin Iceland Airwaves stendur yfir og við hin ýmsu tækifæri. Í versluninni Lucky Records eru líka oft tónleikar, á bókasöfnum í borginni, í menningarhúsum Kópavogs og víðar. Svo eru oft frábærir tónleikar í Norræna húsinu!

Nú er bara að hafa augun opin.

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd