Hvaða útileikir eru skemmtilegastir?

_MG_2867

Það er gaman að leika saman. Til eru margir skemmtilegir útileikir á borð við klukk, ratleiki, hlaup í skarðið og marga fleiri sem auðvelt er að fara í og gaman að leika hvort sem er á ferðalaginu í sumar, vetri, vori eða hausti.

Á Leikjavefnum má finna safn ýmissa leikja fyrir alla fjölskylduna sem börn og fullorðnir hafa farið í um áraraðir. Þar er leikjum meðal annars skipt upp í hreyfileiki, orðaleikir eru í flokknum Mál og hugsun og hópleikir á borð við apaleikinn, jörð, loft, eld og vatn, fallin spýta, hákarlatjörn og blindi indíánahöfðinginn.

_MG_2699

Lýsingar á leikjunum eru afar nákvæmar og einfalt mál að finna gamla leiki úr æsku og fara í þá með börnunum og barnabörnunum.

Á Skólavefnum er að finna allskonar útileiki. Þar má finna skemmtilegan ratleik með ítarlegum lýsingum og minnisleik sem ætlaður er hópi af börnum.

Finna má útileiki á fleiri stöðum, til dæmis á vefsíðu Háteigsskóla.

Hvað segja börnin um leikina?

Fréttatíminn átti góðan leik á dögunum þegar blaðamaður þess spurði nokkra krakka að því hvaða útileikir þeim finnast skemmtilegir.

Þar voru þrjú börn og ungmenni spurð að því hvaða útileikir þeim finnst skemmtilegir og þau beðin um að lýsa þeim.

útileikir 1

Nanna segir uppáhaldsleikinn sinn vera Hlaupa á skarðið. Hún lýsir leiknum á þann veg að hann er fyrir fullt af krökkum sem standa í hring og leiðast. „Þá á sá sem er hann að rassskella einhvern einn og reyna að ná plássinu hans. Þeir hlaupa sko hringinn.“

Nanna segir líka gaman af því að fara í Fallin spýta, Ein króna og feluleik.

útileikir 2

Ýr segir Rugby besta útileikinn. „Það eru sjö í hvoru liði þar sem maður er að reyna að koma boltanum hinum megin á völlinn og er svo bara tæklaður á leiðinni. Þetta er frábær útiíþrótt og sérstaklega á sumrin.

útileikir 3

Að lokum segir Atli að þegar hann var lítill hafi sér fundist langskemmtilegast að fara í Eina krónu.

„Tilfinningin var svo klikkuð þegar maður var að kíkja fram yfir vegg eða handan við hornið og athuga hvort sá sem væri hann sæi mann og ákveða síðan að taka hlaupið. Það var geggjað! Annars held ég að vinsælasti útileikurinn í dag sé Pokémon go. Maður er búinn að skella sér nokkrum sinnum út í göngutúr að leita. Það er bæði hægt að vera einn í honum eða í stórum hópi. Fínasta sport,“ segir Atli.

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd