Þið munið öll eftir leikritunum sem leikhópurinn Lotta hefur sett á svið undanfarin 10 ár, er það ekki?
Þetta eru auðvitað leikritin Galdrakarlinn í Oz, Rauðhetta, Gilitrutt, Stígvélaði kötturinn og nú síðast í fyrra leikritið um ævintýri Hróa hattar.
Nú er leikhópurinn kominn af stað með nýtt leikrit í fartestinu. Það heitir Litaland. Leikhópurinn mun eins og alltaf áður ferðast um landið og setja það upp víða. Leikritið var frumsýnt í Elliðaárdalnum 25. maí síðastliðinn og verður síðasta sýningin á sama stað miðvikudaginn 17. ágúst.
Grín fyrir börn og fullorðna
Ef ykkur langar í rosalega skemmtilega skemmtun þá er tilvalið að trilla sér á Lottusýningu. Þær eru nefnilega bæði fyrir börn og fullorðna.
Miðaverð á sýninguna er 1.900 krónur. Ekki þarf að panta miða fyrirfram heldur nóg að mæta bara á staðinn.
Hér getið þið séð hvar leikritið verður sýnt og klukkan hvað. Þið þurfið bara að finna staðinn. Það er víst gott að mæta með teppi. Það er líka gott að fylgjast með leikhópnum á Facebook. Það er greint frá ef breytingar verða á sýningaplaninu.
25. maí Miðvikudagur 18:00 Elliðaárdalur – frumsýning
1. jún Miðvikudagur 18:00 Elliðaárdalur
2. jún Fimmtudagur 18:00 Borgarnes – Skallagrímsgarður
3. jún Föstudagur 17:00 Patreksfjörður – Friðþjófstorg
4. jún Laugardagur 12:00 Bolungarvík – við Einarshús
4. jún Laugardagur 17:00 Ísafjörður – Sjúkrahústúnið
5. jún Sunnudagur 15:30 Hellissandur – Sjómannagarðurinn
6. jún Mánudagur 18:00 Grundarfjörður – Þríhyrningur
7. jún Þriðjudagur 18:00 Stykkishólmur – Kvenfélagsgarðurinn
8. jún Miðvikudagur 18:00 Elliðaárdalur
9. jún Fimmtudagur 18:00 Hafnarfjörður – Hellisgerði
12. jún Sunnudagur 17:00 Selfoss – Sigtún
15. jún Miðvikudagur 18:00 Elliðaárdalur
17. jún Föstudagur 11:00 Akureyri – Lystigarðurinn
17. jún Föstudagur 17:00 Akureyri – Lystigarðurinn
19. jún Sunnudagur 11:00 Árnes í Skeiða-og Gnúpverjahreppi
19. jún Sunnudagur 17:00 Hella – skólalóðin
21. jún Þriðjudagur 18:00 Garðabær – við Vífilsstaðaspítala
22. jún Miðvikudagur 18:00 Elliðaárdalur
23. jún Fimmtudagur 18:00 Reykjanesbær – Skrúðgarður við Ytri Njarðvíkurkirkju
26. jún Sunnudagur 13:00 Hvolsvöllur – Gamli róló
28. jún Þriðjudagur 18:00 Mosfellsbær – Hlégarður
29. jún Miðvikudagur 18:00 Elliðaárdalur
30. jún Fimmtudagur 18:00 Seltjarnarnes – Bakkagarður
1. júl Föstudagur 18:00 Vestmannaeyjar – Stakkó
2. júl Laugardagur 11:00 Hólmavík – Kirkjuhvammur
2.júl Laugardagur 18:00 Hólar í Hjaltadal
3. júl Sunnudagur 14:00 Akranes – Garðalundur
5. júl Þriðjudagur 18:00 Grindavík – við kirkjuna
6. júl Miðvikudagur 18:00 Elliðaárdalur
7. júl Fimmtudagur 18:00 Vík – Syngjandinn
8. júl Föstudagur 18:00 Kirkjubæjarklaustur – við Kirkjubæ
9. júl Laugardagur 13:00 Höfn – á hóteltúninu
9. júl Laugardagur 18:00 Djúpivogur – tjaldsvæðið
10. júl Sunnudagur 13:00 Egilsstaðir – Lómatjarnargarður
10. júl Sunnudagur 17:00 Reyðarfjörður – við andapollinn
11. júl Mánudagur 18:00 Vopnafjörður – tjaldsvæðið
13. júl Miðvikudagur 18:00 Elliðaárdalur
20. júl Miðvikudagur 18:00 Elliðaárdalur
21. júl Fimmtudagur 18:00 Fáskrúðsfjörður – við Búðagrund
22. júl Föstudagur 18:00 Bræðslan – fótboltavöllurinn
23. júl Laugardagur 13:00 Húsavík – Skrúðgarðurinn
24. júl Sunnudagur 17:00 Hvammstangi – Eldur í Húnaþingi
25. júl Mánudagur 18:00 Blönduós – Fagrihvammur
27. júl Miðvikudagur 18:00 Elliðaárdalur
28. júl Fimmtudagur 18:00 Siglufjörður – Blöndalslóð
29. júl Föstudagur 18:00 Akureyri – Lystigarðurinn
30. júl Laugardagur 15:00 Neskaupsstaður – Neistaflug
31. júl Sunnudagur 13:00 Flúðir – Lystigarðurinn
31. júl Sunnudagur 17:00 Úlfljótsvatn
1. ágú Mánudagur 12:00 Húsafell
1. ágú Mánudagur 18:00 Elliðaárdalur
2. ágú Þriðjudagur 18:00 Elliðaárdalur
3. ágú Miðvikudagur 18:00 Elliðaárdalur
4. ágú Fimmtudagur 18:00 Sauðárkrókur – Litli skógur
5. ágú Föstudagur 16:00 Dalvík – Kirkjutúnið
7. ágú Sunnudagur 12:00 Hinsegin dagar – Hljómskálagarður
8. ágú Mánudagur 18:00 Sandgerði – grunnskólalóðin
9. ágú Þriðjudagur 18:00 Hafnarfjörður – Hellisgerði
10. ágú Miðvikudagur 18:00 Elliðaárdalur
11. ágú Fimmtudagur 18:00 Kópavogur – Rútstún
14. ágú Sunnudagur 12:00 Hveragerði – Lystigarðurinn
17. ágú Miðvikudagur 18:00 Elliðaárdalur – lokasýning