Alþjóðlegi safnadagurinn: Ókeypis í 35.000 söfn í 140 löndum

Safnahús Þjóðminjasafnsins við Hverfisgötu sem hét áður Þjóðmenningarhúsið. MYND / Þjóðminjasafn

Safnahús Þjóðminjasafnsins við Hverfisgötu sem hét áður Þjóðmenningarhúsið. MYND / Þjóðminjasafn

Alþjóðlegi safnadagurinn árið 2016 er miðvikudaginn 18. maí. Á Alþjóðlega safnadeginu er ókeypis í öll söfn á landinu. Og gott betur því dagurinn er haldinn hátíðlegur í 140 löndum og geta þeir sem viljað því farið út um allar koppagrundir og rölt um sali 35.000 safna í 140 löndum.

Nokkuð er um liðið frá því söfn fóru að bjóða fólki í fría heimsókn á safn. Alþjóðlegu söfnin hafa gert það 18. maí á hverju ári síðan árið 1977. Styttra er síðan farið var að gera það hér á Íslandi. Íslenski safnadagurinn var haldinn í kringum sumarbyrjun og fram í maí. Fyrsti íslenski safnadagurinn var árið 2002. Nú hefur verið ákveðið að færa íslenska safnadaginn að þeim alþjóðlega og verður hann virkilega stór og flottur fyrir vikið. Það má því eiginlega segja að þetta sé 15. skiptið sem söfnin á Íslandi bjóða landsmönnum frítt í heimsókn en 39. árið sem safnadagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur á heimsvísu á þessum degi. Á næsta ári má þess vegna búast við miklu húllumhæ en þá fagnar alþjóðlegi safnadagurinn 40 ára afmæli.

Markmiðið með alþjóðlega safnadeginum er að kynna og efla faglegt safnastarf á Íslandi og kynna hin og þessi söfn fyrir almenningi.

En hvað er hægt að gera á Safnadaginn?

Jóhannes S. Kjarval ánafnaði Reykjavíkurborg fjölda listaverka og muna fyrir andlát sitt. Kjarvalsstaðir sýna reglulega verk myndlistarmannsins.

Jóhannes S. Kjarval ánafnaði Reykjavíkurborg fjölda listaverka og muna fyrir andlát sitt. Kjarvalsstaðir sýna reglulega verk myndlistarmannsins.

Flest söfn á Íslandi hafa dyrnar opnar fyrir gesti og gangandi á alþjóðlega safnadeginum 18. maí 2016 og verður því hægt að vappa um sali og ganga menningarsafna, víkingasafna, risaeðlusafna, listasafna og eiginlega allra þeirra safna sem heilinn getur í myndað sér.

Það er frábær skemmtun fyrir ykkur sem farið á safn að taka myndir af einhverju skemmtilegu á safninu og merkja þær á samfélagsmiðla með

‪#‎útumgluggann og ‪#‎safnadagurinn2016

Hvaða söfn eru opin?

Svona eru jólin hugguleg í einu af gömlu húsunum á Árbæjarsafni.

Svona eru jólin hugguleg í einu af gömlu húsunum á Árbæjarsafni.

Það getur verið vesen að finna hvaða söfn bjóða í heimsókn.

Safnamenn hafa auðvitað fundið ráð við því og sett upp einfaldan lista yfir söfnin, hvar á landinu þau eru og hvaða söfn eru með opið.

Hér er listinn:

Smellið á hlekkina og finnið skemmtilegt safn að skoða.

Góða skemmtun og til hamingju með daginn!

 

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd