Sveitastemning fyrir fjölskylduna í borginni

Keppt í rúningu á Kex Hostel.

Hvernig er ullin tekin af sauðfé? Í augum sumra er þetta dularfyllsta mál og í raun algjört kraftaverk hvernig ull verður að lopa og lopi að lopapeysu, lopasokkum og vettlingum.

En snúum okkur að ullinni og rúningi.

Á árum áður var sauðfé rúið með handklippum eða hnífum. Sumar tegundir er reyndar hægt að reyta enda fella þær ullina einu sinni til tvisvar á ári. Rúningur er í dag stundaður með vélklippum og því talsvert auðveldara að rýja fé en áður.

Á alfræðivefnum Wikipedia segir að venjulega rýjar einn maður kindina. Oftast leggur hann hana en sumstaðar tíðkast það að kindin standi og annar maður haldi henni eða hún bundin við staur. Byrjað er að rýja kviðinn og telst sú ull rusl eða verri ull og flokkast ekki með bak- og síðu-ullinni. Sumstaðar, svo sem í Noregi, telst ull af lærum kindar líka rusl. Næst eru klippt í klofi kindarinnar, þar næst annað lærið, oft það hægra, og upp á bak. Smám saman kemst kindin úr ullinni en rúningsmaðurinn breytir stöðu kindarinnar eftir því sem hann klippir hana.

Ekki mega rúnar og órúnar kindur ganga saman því rusl og ló eyðileggur ullina á kindum.

Hvað ef mig dreymir kind?

Það er sagt að það tákni ýmislegt að dreyma kindur. Það geti táknað söknuð að dreyma sofandi kind. Ef viðkomandi á í einhverjum erfiðleikum og dreymir sauðfé á beit muni fljótlega birta til. Stöku kindur á stangli í draumum eru taldar boða örðugleika.Margar hvítar kindur eru fyrir snjókomu. Á hinn bóginn getur það verið ávísun á peninga að dreyma að maður sé að rýja kindur.
Og þá er bara að snúa sér á hina hliðina.

Keppt í rúningi

Gullklippur

Í nokkur ár hefur verið keppt í rúningi í portinu á bak við Kex Hostel. Landssamband sauðfjárbænda og Kexland Kex Hostels standa að keppninni. Þar er keppt um það hver er sneggstur og bestur í rúningu. Sigurvegarinn hlýtur Gullklippurnar að launum.

Mikill fjöldi snillinga landsins í rúningum hafa keppt í rúningum á Kex Hostel. En einn stendur uppi með pálmann – eða segjum frekar – ullina í höndunum – og fær Gullkippurnar að launum.

Sauðfé hefur í gegnum tíðina komið frá ýmsum stöðum. Nú kemur það úr Borgarfirðinum. Dýralæknir fylgir fénu og tryggir hann að allt fari kindarlega fram.

Fjölskyldan í klippingu

9 Gullrúning copy

Keppnin Gullklippurnar 2016 fer fram sem fyrr segir í portinu á bak við Kex Hostel laugardaginn 9. apríl og hefst hún klukkan 14:00. Vel hærðar manneskjur geta áreiðanlega fengið rúningu líka ef svo ber undir.

Þetta er tilvalin fjölskylduskemmtun. Gestum verður boðið upp á veislustemningu, tvíreykt sauðakjöt og harmonikkuundirleik og fleira sem glatt getur fjölskyldufólk á öllum aldri.
Þið verðið að drífa ykkur í sveitastemninguna í borginni!

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd