Viðtal: Krakkar verða persónur í nýrri bók Ævars

Nöfn nemenda við Grunnskólann í Sandgerði, Laugarnesskóla, Hörðuvallaskóla, Árskóla Sauðárkróki og við Hríseyjarskóla voru dregin út í lestrarátaki Ævars vísindamanns.

Nöfn nemenda við Grunnskólann í Sandgerði, Laugarnesskóla, Hörðuvallaskóla, Árskóla Sauðárkróki og við Hríseyjarskóla voru dregin út í lestrarátaki Ævars vísindamanns.

„Þetta er auðvitað framar björtustu vonum,“ segir rithöfundurinn og leikarinn Ævar Þór Benediktsson, sem mörg börn þekkja sem Ævar vísindamann. Lestrarátak sem hann efndi til nýtur mikilla vinsælda. Það stóð frá 1. janúar-1. mars og var dregið út í því í gær.

Stærstur hluti grunnskóla landsins sendi inn lestrarmiða í lestrarátaki Ævars. Það gerðu líka nemendur við Gladsaxeskóla í Danmörku en þar stunda íslenskir krakkar nám.

Skólakrakkar verða persónur í bók

Krakkarnir sem dregnir voru úr lestrarátakspottinum eru í Grunnskólanum í Sandgerði, Laugarnesskóla, Hörðuvallaskóla, Árskóla Sauðárkróki og Hríseyjarskóla.

Verðlaunin í lestrarátaki Ævars eru vegleg. Krakkarnir sem dregnir voru út verða gerð að persónum í nýrri ævintýrabók Ævar sem kemur út í apríl. Bókin heitir Bernskubrek Ævars vísindamanns 2:  Vélmennaárásin.

Lásu 54 þúsund bækur

Allir krakkar í 1.-7. bekk grunnskóla máttu taka þátt í lestrarátaki Ævars. Eftir talningu á innsendum lestrarmiðum kom í ljós að í átakinu voru lesnar um 54 þúsund bækur.

Í fyrra voru rúmlega 60 þúsund bækur lesnar í lestrarátaki Ævars á fjórum mánuðum. Nú var átakið helmingi styttra en á síðasta ári. Mun fleiri bækur voru hins vegar lesnar.

Þakkar kennurunum

Ævar er hæstánægður með þennan frábæra árangur. Hann segir kennara hafa bent sér á að átakið myndi líklega virka betur í ár ef lestrartíminn væri snarpari. Það gekk eftir og lásu þátttakendur í því nánast sama fjölda af bókum á tveimur mánuðum í ár og á fjórum í fyrra.

„En þessi frábæri árangur hefði auðvitað aldrei náðst ef ekki væri fyrir alla kennarana og bókmenntafræðingana sem héldu átakinu lifandi í hverjum og einum skóla. Þeim er ég gríðarlega þakklátur,“ segir Ævar Þór Benediktsson í samtali við okkur hjá Úllendúllen.

Lestrarátak Ævars vísindamanns er hugarfóstur Ævars Þórs. Þetta árið var það unnið samstarfi við Forlagið, Landsbankann, Ibby, Sorpu, 123Skóla, Menntamálastofnun, Odda, RÚV, Ikea og Heimili og skóla.

Nú er um að gera og taka eftir því þegar lestrarátakið hefst á ný og taka þátt!

Fylgist með á vefsíðu Ævars.

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd