Til hamingju barnabókahöfundar og þýðendur!

úrslit2

Mikið húllumhæ var í Borgarbókasafni í Gerðubergi laugardaginn 12. mars 2016 en þá voru hvorki fleiri né færri en fimmtán barnabækur sem komu út árið 2015 tilnefndar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkur 2016. Verðlaunin verða afhent í Höfða í Reykjavík 20. apríl, sem er síðasti vetrardagur.

Nokkrar frábærar bækur voru tilnefndar sem við höfum fjallað um hér á Úllendúllen. Þar á meðal er smásagnabókin Eitthvað illt á leiðinni er, sem er safn hryllingssagna sem börn sömdu undir handleiðslu Markúsar Más Efraím en hann sá jafnframt um útgáfu bókarinnar. Myndskreytingar í Eitthvað illt á leiðinni er voru sömuleiðis tilnefndar. Myndritstjóri bókarinnar var Inga María Brynjarsdóttir.

Viltu verða vinur minn? eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur og þýðing Gerðar Kristnýjar á bókinni Brúna voru líka tilnefndar.

Múmínpabbi fékk fyrstur verðlaun

En hver eru þessi verðlaun? Barnabókaverðlaunin hafa verið afhent í 43 ár. Þau hétu einu sinni Barnabókaverðlaun fræðsluráðs Reykjavíkur og voru þau afhent í fyrsta sinn árið 1973. Það árið hlutu verðlaunin Jenna og Hreiðar Stefánsson fyrir framlag sitt til barnabókmennta, ásamt Steinunni Briem, sem var verðlaunuð fyrir þýðingu sína á Eyjunni hans Múmínpabba eftir Tove Jansson.

Síðan þá hafa margir hlotið verðlaun, á meðal þeirra Bryndís Björgvinsdóttir fyrir Hafnarfjarðarbrandarann og Lani Yamamoto fyrir Stínu stórusæng.

Hvað sagði Markús?

Markús Már Efraím les úr hryllingssagnabókinni Eitthvað illt á leiðinni er.

Markús Már Efraím les úr hryllingssagnabókinni Eitthvað illt á leiðinni er.

Markús hefur rætt við okkur hjá Úllendúllen um bækur, mikilvægi bóklesturs og mikilvægi hryllings sem bókmenntaforms til að ýta undir áhuga barna á lestri.

Hér segir Markús frá Eitthvað illt á leiðinni er.

Hér segir Markús mikilvægt að foreldrar haldi bókum að börnum.

Hvað sagði Bergrún?

Bergrún og yngri sonur hennar njóta lífsins á Tenerife rétt fyrir jól.

Bergrún og yngri sonur hennar njóta lífsins á Tenerife rétt fyrir jól.

En svo var hún Bergrún Íris Sævarsdóttir tilnefnd fyrir myndskreytingar í bókinni Viltu vera vinur minn? Bókina skrifaði Bergrún og sá um á allan hátt. Bergrún hefur nokkrum sinnum rætt við okkur enda er hún mikill lestrarhestur og var verkefnastjóri lestrarátaksins Allir lesa. Þar var voru barnabækur mikið lesnar.

Hér segir Bergrún frá bókunum sem hún vill lesa.

Bergrún segir frá tilurð fyrstu barnabókarinnar.

Hér lýsir Bergrún því þegar hún gaf út bók og fór síðan á sólarströnd.

Hvað sagði Gerður Kristný?

GerdurKristny_ElsaMagnusdottir2015 copy

Af vinum Úllendúllen þá var Gerður Kristný tilnefnd fyrir bókinar Brúnar eftir norska verðlaunahöfundinn Håkon Øvreås. Gerður hefur skrifað nokkuð af taugatrekkjandi en góðum hryllingsbókum upp á síðkastið, þar á meðal bókina Dúkku sem kom út um síðustu jól.

Gerður sagði í samtali við Úllendúllen börnum finnast gaman að láta hræða sig.

Svona er allur listinn yfir barnabækur

Besta frumsamda barnabókin

 • Eitthvað illt á leiðinni er – Hryllingssögur barna af frístundaheimilum Kamps.  Ábyrgðarmaður Markús Már Efraim
 • Koparborgin eftir Ragnhildi Hólmgeirsdóttur
 • Mamma klikk! eftir Gunnar Helgason
 • Vetrarfrí eftir Hildi Knútsdóttur
 • Ugla & Fóa og maðurinn sem fór í hundana eftir Ólaf Hauk Símonarson

Þýðingar á erlendum barnabókum

 • Brúnar sem Gerður Kristný þýddi. Höfundur hennar er norski verðlaunahöfundurinn Håkon Øvreås
 • Hvít sem mjöll sem Erla E. Völudóttir þýddi en höfundur þeirrar bókar er finnska skáldkonan Salla Simukka
 • Bækurnar Skuggahliðin og Villta hliðin sem Salka Guðmundsdóttir þýddi, en þær eru báðar úr þríleik bresku skáldkonunnar Sally Green
 • Sögur úr norrænni goðafræði sem Bjarki Karlsson þýddi
 • Violet og Finch sem þær Birgitta Elín Hassel og Marta Hlín Magnadóttir þýddu, höfundur hennar er bandaríska skáldkonan Jennifer Niven

Best myndskreytta barnabókin

viltuVera

 • Af hverju eru jöklar og ís á jörðinni?  með myndskreytingum eftir Þórarinn Má Baldursson
 • Eitthvað illt á leiðinni er, myndritstjóri Inga María Brynjarsdóttir
 • Skínandi, höfundur og myndskreytir Birta Þrastardóttir
 • Ugla & Fóa og maðurinn sem fór í hundana, myndskreytir Linda Ólafsdóttir
 • Viltu vera vinur minn? Höfundur og myndskreytir Bergrún Íris Sævarsdóttir

Nú stendur yfir sýningin Þetta vilja börnin sjá í Gerðubergi  – úrval myndskreytinga úr íslenskum barnabókum sem komu út á liðnu ári þar sem m.a. má skoða myndir úr tilnefndum bókum.What are some cheap and legitimate foreign drugstores

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd