Allir lesa: Úrslitin komin í hús!

Í liði Hraunbúða eru heilmiklir lestrarhestar.

Í liði Hraunbúða eru heilmiklir lestrarhestar.

Úrslit lestrarhestanna í landsleiknum Allir lesa liggja nú fyrir. Meira að segja mátti skrá heimalesturinn. Allir þátttakendur fengu send úrslit og hlutu verðlaunahafar bókaverðlaun, ostakörfur og fleira.

Hér má sjá úrslit og verðlaunahafa í flokkunum þremur.

allirlesa

Lestrarleikurinn stóð frá bóndadegi 22. janúar fram á konudaginn 21. febrúar. Leikurinn gekk út á að skrá allan lestur og halda eigin lestrardagbók. Keppt var í liðum og mældur sá tími sem liðin vörðu í lestur.

Aðstandendur Allir lesa voru Miðstöð íslenskra bókmennta og Reykjavík Bókmenntaborg Unesco en samstarfsaðilarnir Mennta- og menningarmálaráðuneytið og ÍSÍ.

Sonur verkefnastjóra Allir liggur um þessar mundir yfir Ballinu á Bessastöðum eftir Gerði Kristnýju og Grímsævintýrum Kristínar Helgu Gunnarsdóttur.

Sonur verkefnastjóra Allir lesa las Ballið á Bessastöðum eftir Gerði Kristnýju og Grímsævintýri Kristínar Helgu Gunnarsdóttur.

Þátttakendur í landsleiknum lásu fjölda bóka í ýmsum flokkum. Skáldsögur voru vinsælastar en þar á eftir komu barnabækurnar. Efstar á blaði voru bækurnar Mamma klikk eftir Gunnar Helgason, Sogið eftir Yrsu Sigurðardóttur og Þýska húsið eftir Arnald Indriðason.

Heildarlistann má sjá á vef Allir lesa.

úrslit2

Lesið var víða á meðan átakinu stóð. Margir lásu auðvitað heima hjá sér en efnt var til viðburðar í Ikea þar sem fólk var hvatt til að koma og lesa í sófum og stólum og meira að segja uppi í rúmum verslunarinnar.

urslit3

Verkefnastjóri landsleiksins er rithöfundurinn og myndlistarmaðurinn Bergrún Íris Sævarsdóttir. Hún hefur verið bókaormur frá barnsaldri og lesið mikið. Hún gat ekki skráð lestur sinn í keppninni. En fjölskylda hennar gerði það.

Hvað sagði Bergrún um keppnina og lestur fjölskyldunnar?

Það var meira að segja lesið í sundlaugum landsins!

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd