Kjarvalsstaðir: Skapandi fjölskyldustaður

Jóhannes Sveinsson Kjarval var einn af ástsælustu listamönnum þjóðarinnar. Hann tók skóflustungu að Kjarvalsstöðum en lést ári áður en listasafnið var vígt.

Jóhannes Sveinsson Kjarval var einn af ástsælustu listamönnum þjóðarinnar. Hann tók skóflustungu að Kjarvalsstöðum en lést ári áður en listasafnið var vígt.

Hvað vitið þið um Kjarvalsstaði? Kjarvalsstaðir er eitt af þremur listasöfnum Listasafns Reykjavíkur. Þar eru alltaf myndlistarsýningar í gangi auk þess sem margt er þar um að vera fyrir börn, meira að segja er sérstök aðstaða fyrir börn á safninu.

Kjarvalsstaðir standa við lystigarðinn Miklatún sem margir þekkja betur sem Klambratún og þar er gaman að leika.

Skapandi staður fyrir börn

Margt er í boði fyrir börn á Kjarvalsstöðum. Þar hafa verið haldin ókeypis ritlistarnámskeið og ýmislegt fleira í tengslum við þær sýningar sem eru á safninu hverju sinni.

Margt er í boði fyrir börn á Kjarvalsstöðum. Þar hafa verið haldin ókeypis ritlistarnámskeið og ýmislegt fleira í tengslum við þær sýningar sem eru á safninu hverju sinni. MYND / Listasafn Reykjavíkur

Oft er mikið um að vera fyrir fjölskyldufólk og börn á Kjarvalsstöðum. Markús Már Efraím hefur þar staðið fyrir ritlistarnámskeiði fyrir börn og nú í vor verða þar annað slagið örnámskeið í Hugmyndasmiðjunni í tengslum við sýninguna Jóhannes S. Kjarval: Hugur og heimur.

Þið getið alltaf séð í viðburðadagatali Úllendúllen hvenær örnámskeið og aðrir viðburðir fyrir börn og fjölskyldur eru á dagskrá. Skoðið viðburðadagatal Úllendúllen.

Safn Kjarvals

kjarval 1

Myndlistarhúsið Kjarvalsstaðir voru byggðir á árunum 1966-1973 eftir teikningu arkitektsins Hannesar Davíðssonar og tekið í notkun 24. mars 1973. Þetta var fyrsta byggingin á Íslandi sem hönnuð var sérstaklega og byggð til sýninga á myndlist á Íslandi.

Kjarval 8

Húsið var fljótlega nefnt Kjarvalsstaðir til heiðurs listamanninum Jóhannesi Sveinssyni Kjarval (1885-1972) en hann var einn af þekktustu og ástsælustu myndlistarmönnum Íslands. Kjarval, eins og hann hefur ætíð verið nefndur, tók fyrstu skóflustungu að byggingunni árið 1966. Kjarval entist ekki aldur til að vera viðstaddur vígslu safnsins en hann lést ári áður en dyr þess voru opnaðar.

Fyrir andlát sitt ánafnaði Kjarval Reykjavíkurborg stór safn verka sinna og persónulegra muna og má oft sjá muni úr eigu borgarinnar og safnsins á veggjum Kjarvalsstaða.

Lesið meira um Kjarvalsstaði á vef safnsins.

Staður skapandi hugsunar

Kjarval 5

Kjarvalsstaðir skiptast í tvær meginálmur með tengibyggingu og er hellulagður garður á milli álmanna. Sýningarrýmin eru þrjú og er hægt að skipta þeim niður í fleiri einingar.

Margar sýningar eru settar upp á Kjarvalsstöðum á hverju ári og er áherslan á samtímalist. Áherslan er ekki eingöngu á íslenska og erlenda myndlist heldur eru þar líka sýningar um hönnun og byggingarlist. Á Kjarvalsstöðum eru reglulega sýningar á verkum Jóhannesar S. Kjarvals.

Njótið verka Kjarvals

Á sýningunni á Kjarvalsstöðum á verkum Jóhannesar S. Kjarval má sjá hurðina að vinnustofu hans inni í verkinu Lífshlaup sem hann málaði á veggina.

Á sýningunni á Kjarvalsstöðum á verkum Jóhannesar S. Kjarval má sjá hurðina að vinnustofu hans inni í verkinu Lífshlaup sem hann málaði á veggina.

Ein þeirra er sýningin Jóhannes S. Kjarval: Hugur og heimur, sem er sýning á verkum Kjarvals. Verkin þar eru úr safneign Gerðarsafns, Listasafns Reykjavíkur og úr einkasafni hjónanna Þorvaldar Guðmundssonar, sem löngum var þekktur sem Þorvaldur í Síld og fisk, og konu hans Ingibjargar Guðmundsdóttur. Þau Þorvaldur og Ingibjörg voru miklir safnarar. Sýningin opnaði í byrjun febrúar 2016 og stendur nánast til ágústloka.

Verkin á sýningunni eru með elstu verkum Kjarvals til þeirra þekktari og nýrri. Á meðal verkanna er Lífshlaupið, geysilega stór veggmynd sem Kjarval málaði á vinnustofu sinni í Austurstræti. Verkinu lauk hann árið 1933. Á sýningunni er jafnfram hurð að vinnustofu Kjarvals.

Það er góð hugmynd að fara á Kjarvalsstaði alla daga ársins og njóta myndlistar.

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd