Krakkamengi: Tónlistarnámskeið Benna fyrir krakka

Fjöldinn á námskeiðinu Krakkamengi takmarkast af stærð Mengis. Um 50 börn og fullorðnir komast fyrir í Mengi. MYND / MENGI

Fjöldinn á námskeiðinu Krakkamengi takmarkast af stærð Mengis. Um 50 börn og fullorðnir komast fyrir í Mengi. MYND / MENGI

Tónlistarkennarinn og tónlistarmaðurinn Benedikt Hermann Hermannsson stendur fyrir Krakkamengi, tilraunanámskeiði í tilraunasköpun í Mengi við Óðinsgötu 2 í Reykjavík. Gert er ráð fyrir því að námskeiðin verði í sex sunnudaga og er hver sunnudagur stakt námskeið. Fyrsta námskeiðið var sunnudaginn 24. janúar og eru því fimm skipti eftir. Á fyrsta námskeiðinu kenndu með Benedikti þau Víkingur Heiðar Ólafsson og Kristín Anna Valtýsdóttir.

Ekkert kostar á námskeiðin í Mengi og geta allir komið á meðan húsrúm leyfir. Fjöldinn takmarkast af stærð Mengis.

Fyrirkomulagið á námskeiðinu er að börn koma með foreldrum/forráðamönnum sínum í Mengi á sunnudagsmorgni klukkan 10.30 og vinna í vinnustofu í um klukkustund. Að því loknu fer fram flutningur á afrakstri vinnustofunnar og er öðrum gestum þá velkomið að koma og hlusta. Gert er ráð fyrir því að námskeiðinu ljúki ekki síðar en klukkan 12.30.

Foreldrar velta fyrir sér tónlistarnáminu

IMG_3648

Benedikt með þeim Kristínu Önnu Valtýsdóttur og Víkingi Heiðari Ólafssyni. MYND / MENGI

Benedikt, sem margir þekkja betur sem Benna Hemm Hemm, sagði í samtali við Fréttablaðið á dögunum, að sem tónmenntakennari verði hann oft var við að foreldrar velti því fyrir sér hvernig eigi að koma börnum í tónlistarnám. Margir eigi í vandræðum með það. Námskeiðið í Mengi sé tilraun til að koma til móts við foreldra.

Á námskeiðinu parar Benedikt saman ólíka listamenn og fá þeir frjálsar hendur með það hvernig tónlistarsmiðjan verður. Tónlistarmennirnir semja síðan tónverk með krökkunum. Hann segir grundvallaratriði að krakkar upplifi að þau eigi tónlistina sem þau skapi sjálf en ekki einhver annar og veiti þeim aðgang að henni.

Algjört tilraunanámskeið

Fjöldinn á námskeiðinu Krakkamengi takmarkast af stærð Mengis. Um 50 börn og fullorðnir komast fyrir í Mengi. MYND / MENGI

Fjöldinn á námskeiðinu Krakkamengi takmarkast af stærð Mengis. Um 50 börn og fullorðnir komast fyrir í Mengi. MYND / MENGI

 

Úllendúllen vildi vita meira um námskeiðið Krakkamengi og hafði samband við Benedikt.

Píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson var á meðal tveggja gestakennara á tónlistarnámskeiðinu Krakkamengi sem Benni Hemm Hemm hefur skipulagt. MYND / MENGI

Píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson var á meðal tveggja gestakennara á tónlistarnámskeiðinu Krakkamengi sem Benni Hemm Hemm hefur skipulagt. MYND / MENGI

Hvað komast mörg börn á námskeiðið?

„Við erum að þreifa okkur áfram með það. Það komast um 50 manns inn í Mengi. Ef börn og fullorðnir eru einhversstaðar undir þeim fjölda þá ættu aðstæður að vera nokkur góðar.“

Er börnum kennt á hljóðfæri eða er þeim kennt að upplifa tónlist?

„Það fer að mestu leyti eftir því hver gestur dagsins er. Líklega fókusera sumir á hljóðfæraleik en aðrir á pælingar um upplifun og enn aðrir á eitthvað allt annað.“

Hvað kostar á námskeiðið?

„Það kostar ekkert“

Hvað er námskeiðið fyrir gömul börn?

„4-6 ára börn.“

Verða fleiri námskeið?

„Við sjáum til hvernig þróast,“ segir Benedikt.

Nánari upplýsingar

Facebook-síða Mengis.

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd