Frábært að taka þátt í landsleiknum Allir lesa

Hægt er að efla áhuga barna á lestri með ýmsum hætti. Mikilvægt er að efnið sé skemmtilegt. Það má til dæmis gera með því að gerast áskrifandi að Andrési önd eða öðrum áhugaverðum blöðum. En umfram allt þurfa foreldrar að vera fyrirmynd og vera sjálf dugleg að lesa bækur.

Hægt er að efla áhuga barna á lestri með ýmsum hætti. Mikilvægt er að efnið sé skemmtilegt. Það má til dæmis gera með því að gerast áskrifandi að Andrési önd eða öðrum áhugaverðum blöðum. En umfram allt þurfa foreldrar að vera fyrirmynd og vera sjálf dugleg að lesa bækur.

Við þreytumst seint á því að mæla með kostum lesturs, bæði fyrir hvern og einn og lestur fyrir börn. Átakinu Allir lesa var hleypt af stokkunum á Bóndadaginn, 22. janúar og stendur það fram á Konudaginn 21. febrúar. Átakið er landsleikur þar keppt er í því hversu lengi er lesið. Keppt var í Allir lesa í fyrsta sinn árið 2014. Það árið voru Vestmannaeyingar efstir. Nú standa bæjarbúar sig ekki eins vel – eða aðrir betur – en Vestmannaeyingar eru nú í 6. sæti.

Bergrún Íris Sævarsdóttir, rithöfundur og verkefnastjóri Allir lesa, ræddi um átakið á dögunum í viðtali á Bylgjunni. Hún sagði þetta tilvalið fyrir fjölskyldur sem geti skráð sig til leiks. Kosturinn er sá að þegar foreldrar lesi fyrir börn sín þá megi skráð tvennt, bæði lesturinn sjálfan og hlustunina. Allir græði.

Las 30 bækur á 24 dögum

Bók um veður varð til upp úr spjalli Bergrúnar Írisar Sævarsdóttur við son sinn. Hún hefur sjálf verið bókaormur frá barnæsku.

Bergrún Íris segist geta lesið heila bók fyrir fullorðna á undir fimm klukkustundum. Hún mælir reyndar ekki með því að bækur eru lesnar í einum rykk enda man hún ekki hvaða bækur hún hefur lesið eða um hvað þær eru. 

Í viðtalinu kom fram að Bergrún var aðeins 13 ára þegar hún fékk það verkefni á útvarpsstöðinni Útvarpi Matthildi að dæma 30 bækur á 24 dögum. Bergrún sagðist hafa tamið sér hraðlestur og hafi frá unga aldi verið mikill bókaormur. Hún telur vel hægt að lesa eina meðalbók fyrir fullorðna á fimm klukkutímum. Sjálf sé hún aðeins fljótari að því.

Á hinn bóginn segist hún hvorku muna allt efnið sem hún les né hvaða bækur hún hefur lesið. Sökum þess skrifar hún hjá sér hvaða bækur hún hefur lesið og hvað henni fannst um viðkomandi bók. Hún segir vefi eins og allirlesa.is sniðuga því þar sé hægt að halda utan um lesturinn.

Bergrún mælir gegn því að bækur séu lesnar í einum rykk. Betra sé að setjast niður öðru hverju á kvöldin og lesa í stuttan tíma í einu. Eigi maður erfitt með svefn þá sé besta svefnmeðalið bók sem fer rólega af stað.

Viltu vita meira um Bergrúnu? Hún er góðvinur okkar á Úllendúllen og hefur tvisvar rætt við okkur um utanlandsferð rétt fyrir jólin og barnabækurnar sínar.

Landsleikurinn Allir lesa

Hvað er Allir lesa? Átakið Allir lesa gengur út á að verja sem mestum tíma í lestur. Þetta er ekki hraðlestrarkeppni heldur spurning um tíma og skrá tímann sem varið er í lestur. Til leiks má skrá hópa, vinnustaði, saumaklúbba, bekki í skólum og fjölskyldur.

Hvernig á að taka þátt? Farið á vefsíðuna allirlesa.is og skráið ykkur til leiks.

Hvað má skrá? Allan lestur má skrá, meira að segja þær bækur sem lesnar eru inni á baðherbergi. Það má skrá lestur á bókum, bæði fyrir sjálfan sig og aðra og hlustun á hljóðbækur. Lestur á kvöldin með fjölskyldunni og heimalesturinn fyrir skólann má líka skrá.

Hvernig gengur öðrum? Á síðunni allirlesa.is má sjá hvaða sveitarfélög eru efst á blaði.

Hvað er fólk að lesa? Á síðunni allirlesa.is sést að flestir eru að lesa Þýska húsið eftir Arnald Indriðason. Í öðru sæti er Mamma klikk eftir Gunnar Helgason, Sogið eftir Yrsu Sigurðardóttur kemur þar á eftir. Síðan kemur Þín eigin goðsaga eftir Ævar Þór Benediktsson og fleiri bækur þar á eftir.

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd