Förum í sund í Sundlauginni í Laugardal

Sundlaugin í Laugardal er falleg bygging, sérstaklega í köldu veðri en þá býr heit gufan til dularfullt andrúmsloft.

Sundlaugin í Laugardal er falleg bygging, sérstaklega í köldu veðri en þá býr heit gufan til dularfullt andrúmsloft.

Það er gaman að fara í sund, þrífa kroppinn í heitu og góðu vatni, æfa sundtökin og ærslast líka alveg heljarinnar ósköp. Þið sem hressust hafið áreiðanlega gaman af því að skella ykkur salíbunu í stórri vatnsrennibraut.

Margar sundlaugar

Á Íslandi eru um 170 sundlaugar af ýmsum stærðum og gerðum. Þær geta verið stórar og miklar og pínulitlar á afskekktum stöðum.

Fyrstu sundlaugarnar sem ætlaðar voru til sundæfinga í Reykjavík voru norðan við Sundlaugarveg. Sundkennsla hófst þar vorið 1824. Þetta var ekki besta sundlaug í heimi enda blandaðist óhreint þvottavatn úr þvottalaugunum við laugina baðvatninu og varð sundfólk skítugt af því að baða sig.

Þessi undarlega baðlaug var eina sundlaugin fyrir almenning, reyndar aðeins karlmenn, sem opin var allan ársins hring alveg þar til Sundhöll Reykjavíkur var vígð rúmum 100 árum síðar eða árið 1937.

Laugardalslaug

Laugardalslaug var er stærsta og áreiðanlega vinsælasta sundlaug Íslands. Bygging sundlaugarinnar hófst árið 1958 og var hún vígð í júní árið 1968.

Í Laugardalslaug eru ein 50 metra sundlaug innandyra og önnur jafnstór úti. Stór rennibraut fyrir börn er í sundlauginni í Laugardal en tvær minni. Svo er þar líka þrautabraut fyrir krakka í sundlauginni og önnur ívið stærri nálægt sundlaugarbakkanum. Þá eru í Laugardalslaug fimm heitir pottar, tveir nuddpottar, barnalaug og gufubað.

Sundlaugin í Laugardal hefur fengið flotta dóma hjá fjölda erlenda ferðamanna. Þið getið lesið dóma og séð hvað fólki finnst svona gott við sundlaugina í Laugardal á TripAdvisor.

Hvenær er opið og hvað kostar

Laugardalslaug er opin alla virka daga frá klukkan 06:30 – 22:00 en um helgar frá klukkan 08:00 – 22:00.

Börn 5 ára og yngri greiða ekkert fyrir sundferðina. Stakt gjald fyrir 6-18 ára er 140 krónur. Stakt gjald í sund fyrir fullorðna kostar 900 krónur. Þeir sem eru 70 ára og eldri greiða ekkert í sund í Reykjavík.

 

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd