Krefjandi en skemmtileg Orðaleit

Það getur verið svolítið erfitt að sjá orðin í Orðaleit. Sjáið þið orðin strönd og bolti?

Það getur verið svolítið erfitt að sjá orðin í Orðaleit. Sjáið þið orðin strönd og bolti?

Orðaleit er skemmtilegt spil fyrir bæði börn og fullorðna. Keppendur geta verið frá tveimur og upp í fjóra. En svo geta líka fleiri verið saman í liði.

Í Orðaleit er keppst um að vera fyrstur til að finna falin orð. Sá sem finnur orðið þarf að grípa í ýlu, kreista hana og setja merkjahringi á orðið sem hann fann.

Sá leikmaður sem finnur orð sem fer yfir orð andstæðinga getur tekið merkihringi þeirra af leikspjaldinu. Leikmaður með flesta merkjahringi í lok spilsins vinnur leikinn. Sá sem finnur flest orðin sigrar.

Með spilinu fylgir eitt leikborð, 10 leikspjöld með 20 leikjum, ein ýla og 4×70 merkjahringir.

Mörg orð

Orðin í Orðaleit eru mismörg og mis löng en undir 30 á hverju spjaldi.

Orðunum á leikspjöldunum er skipt í 20 flokka á borð við landslag, næst í húsinu, skógur, kjöt og rafeindafræði, ævintýri, árstíð og íþróttir. Í flokknum Ævintýri eru orð á borð við rigning, hnífur, svitna ferðast, veiðidýr, tjald. Í flokknum árstíð eru svo orð eins og bylur, páskar, frjósa, júlí, hiti, sund, apríl.

Þetta er mikill fjöldi orða og getur verið svolítið erfitt að finna sum þeirra enda geta þau verið upp og niður og skáhallt á leikspjöldin.

Spilið Orðaleit er sagt fyrir sjö ára og eldri. Krakkar niður í sex ára geta samt alveg tekið þátt enda eflir það færni barna til að finna, sjá og skilja orð. Gaman er svo að ræða um orðin við börnin á meðan leiknum stendur.

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd