Viðtal: Spila fótbolta í pappakassa

Margir þekkja klaufabárðana. Klaufabárðarnir heita Pat og Mat í erlendu sjónvarpi og þættirnir A je to eða Hana nú! uppá íslensku.

Margir þekkja klaufabárðana. Klaufabárðarnir heita Pat og Mat í erlendu sjónvarpi og þættirnir A je to eða Hana nú! uppá íslensku.

Margir þekkja Klaufabárðana svokölluðu, félagana í tékknesku brúðuþáttunum sem notið hafa mikilla vinsælda í sjónvarpi á Íslandi síðan snemma á níunda áratugnum. Í þáttunum gera tvær einu persónur þáttanna ýmsar tilraunir til að njóta lífsins á tímum kommúnistastjórnar í Austur-Evrópu – en með heldur afleitum en bráðfyndnum árangri. Færri hafa fengið hugmynd frá klaufabárðunum enda mistókust flestar tilraunir þeirra til betra lífs.

Öðru máli gegnir um blaðamanninn Jón Pétur Jónsson, konu hans og dóttur þeirra Siggu Petru, sem er fjögurra ára. Þau bjuggu til fótboltavöll í „sjónvarpi“ úr pappakassa. Í þessu fína sjónvarpi notuðu þau brúður sem kepptu í knattspyrnu.

Fórnuðu túbusjónvarpinu

„Ég var að horfa á þátt með Klaufabárðunum með Siggu Petru þegar hún stakk upp á því að gera eins og þeir. Í þættinum var gömlu túbusjónvarpi fórnað til að búa til fótboltaleikhús (þar sem útsendingin klikkaði),“ segir Jón Pétur.

Stórum sjónvarpshlunkum, túbusjónvörpum, hefur fækkað talsvert eftir að flatskjáir komu til sögunnar, líka á heimili Jóns Péturs og fjölskyldu.

Hvað var þá til ráða?

Vinir Línu Langsokks 

Knattspyrnuvöllur að hætti Klaufabárðanna. Ef vel er að gáð má sjá Köngurlóarmanninn á meðal áhorfenda. Karakter úr Stjörnustríði er annað hvort með vandræði á vellinum eða línuvörður. MYND / JÓN PÉTUR

Knattspyrnuvöllur að hætti Klaufabárðanna. Ef vel er að gáð má sjá Köngurlóarmanninn á meðal áhorfenda. Karakter úr Stjörnustríði er annað hvort með vandræði á vellinum eða línuvörður. MYND / JÓN PÉTUR

„Ég nýtti pappakassa sem var til inni í skúr. Konan sá svo um að láta þetta líta sómasamlega út. Við sóttum leikföng í leikfangakassa stúlkunnar. Systkinin Anna og Tommi, vinir Línu Langsokks, öttu kappi hvort við annað, en þau voru límd við plaströr og þeim stýrt í gegnum gat á þaki kassans. Boltinn var úr leir – bleikum,“ segir Jón Pétur.

Sigga Petra lagði línurnar um það hvernig ætti að keppa í kassaboltanum og kepptu þau Anna og Tommi á vellinum í nokkra daga.

Fallegt stofustáss

Eftir nokkurra daga keppni í pappakassabolta Önnu og Tomma var leikurinn settur til hliðar. Kassinn er nú fallegt stofustáss.

Eins og Jón Pétur segir þá er lítið mál að búa til fótboltavöll í pappakassa. Það eina sem þarf er pappakassi og leikföng sem öðlast nýtt líf á „vellinum“- og auðvitað hugmyndaflug!

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd