Auðvelt að ganga á Úlfarsfell

_MG_4212 copy

Merki Skógrætarfélagsins við Hamrahlíð markar upphaf gönguleiðarinnar á Úlfarsfell. Aðeins um eina og hálfa klukkustund tekur að ganga upp á topp Úlfarsfells og til baka.

Hreyfing er mikilvæg, ekki síst um jólahátíðina enda einkennir hana oft mikil leti og át, sem fara ekkert sérstaklega vel saman. Sabína Halldórsdóttir mælti með því í pistli sínum á Úllendúllen á dögunum að gera hreyfingu að jólahefð enda hafi hreyfing úti í náttúrunni umtalsverð jákvæð áhrif á líðan fólks.

Gott að skreppa út og anda að sér fersku lofti. Fjallganga, meira að segja stutt, getur haft jákvæð áhrif á líkama og sál og styrkt bæði litla og stóra búka.

Auðvelt að ganga á Úlfarsfell

Ef þið eruð stödd á höfuðborgarsvæðinu og langar í stutta og skemmtilega fjallgöngu í fallegu, jafnvel svolítið ævintýralegum skógi, þá er upplagt að ganga á Úlfarsfell.

Það er góð hugmynd að hefja gönguna við aðstöðu Skógræktarfélags Mosfellsbæjar við Hamrahlíð undir norðanverðu Úlfarsfelli. Þetta er sami staður og fólk getur keypt jólatré á hverju ári. Gott bílastæði er á svæðinu, skógur til að leika sér í, á og góðar og skýrar gönguleiðir.

Úlfarsfell 2

Stutt fjallganga

Fram kemur á upplýsingaskilti á svæðinu að gönguleiðin upp á Úlfarsfell frá Hamrahlíð er í gegnum skógræktarsvæði eftir stikaðri leið að vegpresti og áfram upp allbratt gil. Síðan liggur leiðin upp á vesturbrún fjallsins og áfram að Stórahnjúk, en það er hæsti tindur Úlfarsfells.

Vestan við hnjúkinn liggi leið norður af fjallinu niður í Skarhólamýri og síðan til baka aftur. Ef þið ætlið að ganga á Stórahnjúk má halda áfram austur fjallið og koma niður að Hafravatni.

Það má líka fara auðveldari leið, en hún liggur í gegnum skógræktarsvæðið og upp suðurhlíð fjallsins.

Gönguleiðin er 4,6 kílómetra löng og tekur gönguferð upp á hnjúkinn og niður aftur um eina og hálfa klukkustund.

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd