Hvaða spil eru skemmtileg?

Það er gaman að spila gott borðspil. En hvað er skemmtilegt borðspil? Margir þekkja Matador og Monopoly, sem er nokkurn vegin sama spilið, Verðbréfaspilið, Útvegsspilið, Risk og Catan og mörg mörg fleiri.

Rithöfundurinn Gerður Kristný sagði lesendum Úllendúllen frá því á dögunum að fjölskylda hennar finnist gaman að spila borðspil. Hún sagðist líka binda vonir við að borðspil leynist í einum af pökkunum undir jólatrénu. Þessa dagana er fjölskylda Gerðar að spila King of Tokyo og Sofandi drottningar.

Auðvelt að finna gott borðspil

Í Morgunblaðinu er umfjöllun um borðspilavakninguna hér á landi. Þar eru nefnd nokkru spil sem sum er hægt að spila á innan við klukkutíma. Ef þið viljið finna gott borðspil þá eru þýsku verðlaunin Spil ársins (Spiel des Jahres) gæðastimpill og fínt að miða við það í leit að góðu spili.
Ef þið eruð að leita að góðum borðspilum þá er mælir Morgunblaðið með vefsíðunum Boardgamegeek.com, bordspil.is, spilavinir.is og nordicgames.is.
  • Catan er sígilt fjölskylduspil fyrir 2-4 og hefur það hlotið mörg verðlaun. Leikurinn snýst um að nema land, leggja vegi, stofna þorp og byggja upp samfélag. Ef þið eruð orðin þreytt á spilinu þá er hægt að kaupa viðbætur og fjölga spilurunum.
  • Carcassonne er fyrir 2-5 spilara sjö ára og eldri.. Í spilinu leggja leikmenn niður reiti og þeim raðað saman. Borðið stækkar í hverri umferð.
  • 7 Wonders er fyrir 2-7 spilara 10 ára og eldri. Það er efst á lista Boardgamegeek yfir bestu fjölskylduspilin. Það getur tekið aðeins hálftíma að klára spilið ef allir kunna það. Í Morgunblaðinu segir að 7 Wonders er uppbyggingarspil þar sem spilari reynir að vera með magnaðasta veldið í lok þriggja alda. Hægt er að einbeita sér að byggingum, vísindum eða hernaði auk þess sem leikmennt geta byggt eitt undur veraldar, annað hvort að fullu eða hluta til. Sá sem hefur síðan staðið sig best í uppbyggingunni ber svo sigur úr býtum.
  • Ticket to Ride er fyrir 2-5 leikmenn átta ára og eldri. Í umfjöllun Morgunblaðsins segir að spilið gangi út á að finna lestarleið á milli borga. Leikmenn fá úthlutað lestarleiðum og reyna að eigna sér leiðir smám saman frá einni borg og í aðra.
  • Bohnanza er fyrir 2-7 leikmenn tíu ára og eldri. Þetta er spilastokkaspil þar sem þátttakendur setja niður baunir í 2-3 akra og reyna að selja þær með eins miklum hagnaði og þeir geta.
  • Dominion er fyrir 2-4 leikmenn 13 ára og eldri. Spilið gengur út á að byggja upp lítið konungdæmi með því að kaupa og bæta spilum við veldi sitt.
  • Pandemic er fyrir 2-4 leikmenn átta ára og eldri og kom nýverið út á íslensku. Þetta segir Morgunblaðið vera samvinnuspil þar sem leikmenn koma saman til þess að reyna að sigrast á fjórum sjúkdómum áður en þeir tortíma mannkyninu. Í spilinu reynir á samstarfshæfni og útsjónarsemi. Nauðsynlegt er að vinna saman til að verkið takist.

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd