Norræna húsið: Fjölskylduvænt jóladagatal

Jóladagatal Norræna hússins er skemmtilegt. Einn gluggi er opnaður á hverjum degi fram að jólum. / MYND Norræna húsið

Jóladagatal Norræna hússins er skemmtilegt. Einn gluggi er opnaður á hverjum degi fram að jólum. MYND / Norræna húsið

Jóladagatöl eru af ýmsum toga. Í jóladagatölum geta verið súkkulaðimolar á hverjum degi, hugmynd að samveru fjölskyldunnar í litlum pokum eins og það sem Daði Guðjónsson og fjölskylda bjó til.

Hefð er fyrir því í Norræna húsinu að opna lifandi jóladagatal í hádeginu á hverjum degi í desember fram að jólum. Einn gluggi er opnaður alla virka daga en líka um helgar, bæði laugardag og sunnudag. Jóladagatalið gerði Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir og er það stútfullt að ýmsum lifandi og stórskemmtilegum viðburðum fyrir alla fjölskylduna.

Bein útsending á Netinu

Þau sem ekki komast í Norræna húsið á hverjum degi geta fylgst með beinni streymisútsendingu á viðburðinum á vef Norræna hússins þegar dagatalið er opnað. Norræna húsið tekur líka viðburðina upp og geymir upptökurnar á vefnum sínum fyrir þá sem vilja skoða nokkra viðburði í einu. Skoðaðu upptökurnar á vef Norræna hússins.

Jóladagatalið er haldið í Svarta Boxinu á neðri hæð Norræna hússins og er það opnað klukkan 12:34 á hverjum degi. Þá er bjöllu hringt og sagt hvað er í boði þann daginn.

Uppistandarinn Snjólaug Lúðvíksdóttir var í glugga jóladagatals Norræna hússins einn daginn. / MYND Norræna húsið

Uppistandarinn Snjólaug Lúðvíksdóttir var í glugga jóladagatals Norræna hússins einn daginn. MYND / Norræna húsið

Fjöldi atriða í jóladagatalinu

Gestir Norræna hússins geta átt von á hverju sem er þegar gluggar dagatalsins eru opnaðir, upplestri, dansi og alls kyns skemmtiatriðum.

Dagskráin hefst klukkan 12:34.

Gestum er boðið upp á óáfengt jólaglögg og piparkökur.

Fjöldi listarmanna og atriða er í jóladagatali Norræna hússins.

Listamennirnir eru:
Teitur Magnússon, Hið Íslenska gítartríó, Lóa Hjálmtýsdóttir, Jófríður Ákadóttir, Lára Rúnars, Árstíðir P12:P27, Dalí, Jazztríó Andrésar Thors, Bollywood dans, „This conversation is missing a point“, Ævar vísindamaður, Úlfur Úlfur, Snjólaug Lúðvíksdóttir, Kór Kársnesskóla, Ísgerður Gunnarsdóttir, Jóga og eplaskífur, Ragnar Helgi Ólafsson, Sigríður Eyrún and Karl Olgeirsson, Kriðpleir, Milkywhale, Skuggamyndir frá Býsans, Leitin að tilgangi unglingsáranna, Edda Björg and Stefán Magnússon.

Vinirnir í Úlfi Úlfi tróðu upp dag í Norræna húsinu.

Vinirnir í Úlfi Úlfi tróðu upp einn daginn í Norræna húsinu. MYND / Norræna húsið

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd