Hugmyndir að samveru í litlum jólapokum

Jóladagatöl geta verið með ýmsum hætti.

Jóladagatöl geta verið með ýmsum hætti.

Margir krakkar fá alveg nóg af súkkulaði í jóladagatölum í desember. Eins og við höfum áður sagt frá þá er hægt að gera skemmtileg og svolítið öðruvísi jóladagatöl fyrir alla fjölskylduna. Það eina sem vantar eru hugmyndir. Hugmyndir og tillögur að samveru fjölskyldunnar má skrifa á litla miða og festa við hvern dag á jóladagatalinu.

Útfærslurnar geta verið af ýmsum toga.

Daði Guðjónsson og fjölskylda hans gerði skemmtilegt dagatal fyrir jólin. Daði segir í samtali við Fréttablaðið fjölskyldu sína hafa langað til að gera eitthvað öðruvísi en á síðasta ári.

Hann segir stuttan tíma hafa farið í að gera jóladagatalið, eina kvöldstund.

Brugðið út af vananum

Á jóladagatali fjölskyldu Daða eru festir litlir pokar á hverjum degi frá 1. desember til aðfangadags jóla. Í hverjum poka er hugmynd að afþreyingu fyrir fjölskylduna. Daði segir hugmyndirnar hvorki dýrar né flóknar í framkvæmd heldur innihaldi þeir sitthvað sem styðji við samveru fjölskyldunnar, eitthvað örlítið sem bregði út af vananum og sé pínulítið spennandi fyrir alla.

Hann segir börnin hæstánægð með dagatalið. En þau foreldrarnir séu líka næstum því meira spennt en börnin.

Á meðal hugmynda í jóladagatalinu eru:

  • Ferð í ísbíltúr
  • Sleðaferð
  • Gera piparkökuhús
  • Fara á skautasvellið á Ingólfstorgi
  • Fara á bókasafn
  • Horfa saman á jólamynd
  • Dekurdagar hjá ömmu og afa

Það er lítið mál að gera svolítið öðruvísi jóladagatal. Þið þurfið bara að setjast niður og velta því fyrir ykkur hvað gaman er að gera og hvað þið viljið gera saman. Látið ímyndunaraflið að ráða för.

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd