800 gestir í afmæli Línu Langsokks

IMG_0102 copy

Lína Langsokkur kom auðvitað í afmælið sitt og heilsaði upp á gestina. MYND / Norræna húsið.

Talið er að 800 gestir hafi komið í veislu Norræna hússins og sænska sendiráðsins á Íslandi þegar Lína Langsokkur fagnaði þar afmæli sín laugardaginn 28. nóvember síðastliðinn. Að sjálfsögðu mætti Lína Langsokkur í afmælið sitt og gladdi gestina.

Í afmælisboðinu var boðið upp á pönnukökur og Lingonsafa. Þá fengu þeir sem vildu freknur á nefið, leyst getraun, horft á kvikmynd, mátað Línu-búninga eða skoðað sýningu um Línu langsokk í barnadeildinni. Aðrir gátu prófað að lyfta margra kílóa lóðum á stöng eins og Lína gerði. Enginn þurfti samt að lyfta hesti.

Þessi káti gestur í afmæli Línu Langsokks getur lyft mörgum kílóum!

Þessi káti gestur í afmæli Línu Langsokks gat lyft ansi mörgum kílóum! MYND / Norræna húsið

Þótt prakkarinn sé alltaf níu ára gamall, búi í stóra húsinu Sjónarhóli og á hest og apa þá er hún í raun 70 ára. Fyrsta bók höfundarins Astrid Lindgren um ævintýri Línu Langsokks kom út árið 1945. Síðasta sagan leit dagsins ljós árið 2000. Tveimur árum síðar lést Astrid Lindgren, 94 ára að aldri.

Lína Langsokkur á mörg systkini

Astrid Lindgren skrifaði auðvitað miklu fleiri bækur með einstökum persónum. Þar á meðal eru þau Emil í Kattholti, Karl Blómkvist, bræðurnir í Bróðir minn Ljónshjarta, Ronja ræningjadóttir og hvað þau heita nú öll.

Lína Langsokkur á aðdáendur á öllum aldri. MYND / Norræna húsið

Lína Langsokkur á aðdáendur á öllum aldri. Þessi káti gestur er hér í gervi litlu Línu Langsokks. MYND / Norræna húsið

Viltu lesa meira um Línu Langsokk? Wikipedia veit allt um málið.

Í tilefni af afmæli Línu Langsokks verður sett upp sýning um hana í Norræna húsinu. Sýningin stendur fram að jólum á milli klukkan 12:00 og 17:00. Þetta er ómissandi sýning fyrir konur og kalla með skalla. Ef fullorðna fólkið vill gleðja lítil hjörtu þá verða þau að fara saman á sýninguna um Línu Langsokk í Norræna húsinu.

Hvar er þetta Norræna hús? Þú sérð það á kortinu. Nú getið þið farið og aldeilis skemmt ykkur!

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd