Fjölskyldan getur átt góða samverustund í göngutúr í góðu veðri. Í göngutúr er gott að anda að sér fersku lofti og ræða málin. Í göngutúr er líka gott að vekja athygli á umhverfinu, bæði því góða og slæma.
Göngutúr er gæðastund fjölskyldunnar.
Að vetri til er mikilvægt að klæða sig eftir veðri, passa að fara í góða skó og hlýja sokka, setja húfu á höfuðið og þykka vettlinga í vasa á góðri úlpu. Svo er ekki úr vegi að taka myndavélina eða snjallsímann með til að taka mynd af góðri stundu.
Fjölskyldan á aðventunni
Langar þig í göngutúr á fyrsta í aðventu? Í viðburðadagatali Úllendúllen getur fjölskyldan alltaf séð hvað er í boði á hverjum degi.
Á fyrsta í aðventu er kveikt á jólatrénu á Austurvelli í Reykjavík, jólamarkaður við Elliðavatn, Hafnarfjörður verður jólaþorp og Ævar vísindamaður kíkir í heimsókn á Kex Hostel klukkan 13. Kíktu á viðburðadagatal Úllendúllen og fáðu hugmynd um það sem þú getur gert í dag.