Nú skerum við út laufabrauð

Það er list og afar vandasamt en skemmtilegt nákvæmnisverk að skera út laufabrauð.

Það er list og afar vandasamt en skemmtilegt nákvæmnisverk að skera út laufabrauð.

Það er yndislegt að skera út laufabrauð á aðventunni.

En hvað er laufabrauð? Á vef Hins blómlega bús segir að laufabrauð sé alveg séríslenskt fyrirbæri sem fyrirfinnst hvergi annars staðar í veröldinni. Sérstaða brauðsins liggur í því hversu næfurþunnt það er.

Fólk er nú ekki alveg sammála um það hvaðan laufabrauð er upprunnið. Talið er að laufabrauð eigi rætur að rekja til Norðurlands en dreifst síðan um allar jarðir – allavega hér innanlands.

Fram kemur á íslensku Wikipedíunni að í raun sé ekki vitað hvenær farið var að gera laufabrauð. Minnst er á laufabrauð í orðabók  Jóns Ólafssonar frá Grunnavík (1705 – 1779). Þar segir að laufabrauð sé sælgæti Íslendinga og teljist laufabrauð meðal þjóðlegustu rétta.

Þunnt laufabrauð

Ástæða þess að laufabrauðið er svona þunnt er auðvitað sú að á öldum áður var mjöl af skornum skammti á Íslandi, sérstaklega á einokunartímanum á 17. og 18. öld þegar veglegir brauðhleifar voru ekki á allra borðum. Á jólunum var ekki aðeins gott að fá sér bita af feitum sauð heldur bita af af brauði líka. Svo allir gátu fengið bita var það litla deig sem til var í húsinu flatt út eins og mögulegt var. Auðvitað urðu brauðin þunn.

Það er auðvitað hægt að búa til sitt eigið laufabrauð, sumir kaupa þau tilbúin til útskurðar og steikingar. En svo er líka hægt að kaupa þau tilbúin.

Hvernig laufabrauð vilt þú?

Til eru margar uppskriftir að laufabrauði. Þær eiga það þó allar sameiginlegt að innihalda mikið af hveiti. En hvað er mikið af hveiti þegar laufabrauð er þunnt?

Ef einhvers staðar á að finna uppskrift að laufabrauði þá er Leiðbeiningastöð heimilanna staðurinn.

Ef þig langar í laufabrauð en þolir ekki þetta bölvaða glútein sem þenur út magann þá er alveg hægt að búa til glúteinlaust laufabrauð.

 

 

 

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd