Það er gaman að gefa og endurnýta

20151125_121432_HDR copy

Sumum finnst alveg ógurlega leiðinlegt að endurnýta hluti og henda gömlum buxum og peysum, vilja ekki í lengstu lög gefa gamlar bækur sem hafa verið lesnar einu sinni eða tvisvar og þar fram eftir götunum.

Þess í stað hrúgast hlutirnir upp, trosnaðar buxur fylla hvern pokann á fætur öðrum í geymslunni og bækurnar … já, þær safna ryki uppi í hillu.

Það getur verið miklu skemmtilegra og stuðlað að bættri samveru fjölskyldunnar að flokka rusl, vinna að endurnýtingu gamalla hluta og veita þeim framhaldslíf í annarra höndum.

Gaman að endurnýta

Síðastliðin fjögur ár hefur Reykjavíkurborg og ýmsar stofnanir tekið þátt í svokallaðri Nýtniviku. Þetta er samevrópskt verkefni. Markmið þess er að draga úr myndun úrgangs og hvetja fólk til að nýta hluti betur og endurnýta aðra, samnýta hluti og stuðla almennt að því að hlutir öðlist framhaldslíf frekar en að enda sem úrgangur.

Borgarbókasafn hefur tekið þátt í Nýtnivikunni og hefur í vikunni boðið upp á ýmis konar skemmtilegheit henni tengdri, svo sem býttimarkað á garni og bókum í Kringlunni um helgina. Hefur þú kynnt þér Nýtnivikuna? Þú finnur upplýsingarnar hjá Úllendúllen.

Það getur verið gaman að endurnýta og draga úr myndun úrgangs. Það er meira að segja hægt að gera fína skemmtun úr því allt árið um kring. Það á ekki að þurfa Nýtniviku.

Förum saman með flokkað sorp

Dæmi um skemmtun við endurnýtingu er flokkun sorps. Það er góð hugmynd að fara saman með plastið og blöðin sem þið hafið flokkað yfir vikuna í næsta grenndargám um helgar og gefa bækur á nytjamarkaði. Hefur þú lesið þér til um nytjamarkaðinn Góða hirðinn og Basarinn við Háaleitisbraut? Þar getur þú líka fundið ýmislegt flott og gott og jafnvel bækurnar sem þú hefur lengi leitað að. Kosturinn við nytjamarkaði eru ekki bara þeir að hlutirnir þar eru ódýrir heldur fá þeir framhaldslíf og nýtast betur.

Gerið nýtnina að skemmtun. Þá verður allt svo miklu auðveldara.

Hér getur þú séð nokkrar góðar hugmyndir um endurnýtingu. Þú hefur örugglega velt þessu fyrir þér.

20151125_121453_HDR copy

20151125_121502_HDR copy

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd