17 júní 2018: Hvar er hæ, hó og jibbíjei?

Það er alltaf hellingur að gera fyrir alla fjölskylduna á þjóðhátíðardaginn 17. júní. En hvar verður stuðið og hvað er í boði?

Við tókum saman lista yfir það helsta með hlekkjum á viðburðina svo þið getið skoðað þá betur.

Reykjavík:

Skrúðgangan í höfuðborginni hefst á Hlemmi klukkan 13:00 og verður gengið niður Laugaveg að Hljómskálagarðinum. Stuðmenn reka lestina á pallbíl og þegar komið er niður í garðinn taka við tónleikar til klukkan 18:00. Þar koma m.a. fram Heimilistónar, Daði Freyr, hljómsveitin Ateria sem sigraði Músíktilraunir í ár, Ronja Ræningjadóttir, Floni og  Aron Can lýkur tónlistarveislunni kl. 18:00.  Í garðinum verður líka fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna, hoppukastalar og margt fleira. MEIRA UM 17. JÚNÍ Í REYKJAVÍK

Hafnarfjörður:

Hátíðahöldin í Hafnarfirði hefjast klukkan 8:00 með fánahyllingu á sjálfum Hamrinum. Glæsilegri stað er vart að finna í bænum. Klukkan 11:00 hefst svo þjóðbúningasamkoma í Flensborg og verður skrúðganga þaðan klukkan 13:00. Gengið verður niður Hringbraut og að Thorsplani. Hátíðarhöld verða svo í bænum frá klukkan 13:30 – 17:00. Á meðal þeirra sem koma fram þar eru Salka Sól sem Ronja Ræningjadóttir, Daði Freyr, Pitch perfect, Listdansskóli Hafnarfjarðar, Víkingabardagi – Rimmugýgur, Dansíþróttafélag Hafnarfjarðar, Svala Björgvins og Wizardmansclique.

Viðburðir verða líka við Hafnarborg, við Byggðasafnið, í Strandgötunni og víðar. MEIRA UM 17. JÚNÍ Í HAFNARFIRÐI

Kópavogur:

Mikið verður um dýrðir á Rútstúni í Kópavogi á þjóðhátíðardaginn. Dagskráin hefst með skrúðgöngu við Menntaskólann í Kópavogi klukkan 13:30 og lýkur henni með stórtónleikum á Rútstúni. Á Rútstúni verður Sigyn Blöndal kynnir og meðal þeirra sem koma fram eru Salka Sól sem  Ronja ræningjadóttir, Sigga og María úr Söngvaborg og Karíus og Baktus. Það verður svo þjóðargersemarnar í Stuðmönnum sem ljúka ljúka kvöldtónleikunum en meðal annarra skemmtikrafta eru Amabadama og Herra Hnetusmjör. Á Rútstúni verða einnig leiktæki og veitingasala. Á sundlaugarplaninu verða tívolítæki, veltibíll, og fleira. MEIRA UM 17. JÚNÍ Í KÓPAVOGI

Mosfellsbær:

17. júní verður haldinn hátíðlegur í Mosfellsbæ með glæsibrag. 
Á laugardaginn verður hátíðinni þjófstartað þegar Ísland leikur gegn Argentínu á heimsmeistaramótinu í Rússlandi. Leikurinn verður sýndur á risaskjá í Hlégarði og eru allir velkomnir. Leikurinn hefst kl. 13:00. Þar koma meðal annars fram íbúar í Latabæ, Regína Ósk og Selma Björns, Skólahljómsveitin, Leikfélagið og fleiri.
Að því loknu fer fram aflraunakeppni þar sem keppt er um titilinn Sterkasti maður Íslands. Á svæðinu verða skátarnir með hoppukastala og ýmsar þrautir. Sölutjöld og andlitsmálun á staðnum. MEIRA UM 17. JÚNÍ Í MOSFELLSBÆ

Selfoss

Þjóðhátíðardagurinn á Selfossi hefst með morgunjóga við bakka Ölfusár fyrir neðan Hótel Selfoss klukkan 9:00. Hestamannafélagið Sleipnir teymir undir börnum í reiðhöllinni, bifhjólaklúbburinn Postular keyra með börnin á planinu við Sunnulækjarskóla og Selfossrútan hefur áætlunarakstur um Selfoss. Fischersetrið verður með opið hús og er frír aðgangur fyrir alla. Í Sigtúnsgarði er hátíðarsvið og þar mun Sverrir Þór Sverrisson (Sveppi Krull) stýra dagskránni. Þar koma fram Svala Björgvins, Stjörnu-Sævar“, leikhópurinn Lotta og fleiri. Frítt er í öll leiktæki á hátíðarsvæðinu en í boði verða loftboltar, trampolín, hoppukastalar, blöðrulistamenn, andlitsmálning og fleira. MEIRA UM 17. JÚNÍ Á SELFOSSI

 

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd